Markaðurinn
Karamellubolla með jarðaberjum og Nóa karamellukurli
Innihald
Karamellu ganache
100 g Nóa rjómasúkkulaði með karamellukurli og íslensku sjávarsalti
50 ml rjómi
Jarðarberjarjómi
500 ml rjómi (þeyttur)
4-5 msk Royal jarðarberjabúðingur
Jarðarber (fersk), skorin í sneiðar
Síríus Karamellukurl
Súkkulaðikaramella
1 poki Nóa Rjómakúlur
4 msk rjómi
Skraut
Síríus Karamellukurl
Síríus Súkkulaðiperlur
Leiðbeiningar
Karamellu ganache
Saxið niður rjómasúkkulaði með karamellukurli og íslensku sjávarsalti og hitið rjómann upp að suðu. Hellið síðan heita rjómanum yfir súkkulaðið og blandið vel saman.
Jarðarberjarjómi
Þeytið rjóma og blandið jarðarberjabúðingnum saman við.
Skerið bollurnar í tvennt, setjið karamellu ganache á botninn og raðið jarðarberjasneiðum á bolluna, setjið jarðarberjarjómann ofaná og stráið karamellukurli yfir.
Súkkulaðikaramella
Setjið Nóa Rjómakúlur í lítinn pott ásamt rjómanum og bræðið saman. Dýfið lokunum af bollunum ofan í karamelluna þegar hún er tilbúin eða setjið á lokin með skeið.
Stráið karamellukurli og súkkulaðiperlum yfir.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt4 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars