Frétt
Mat og viðurkenning á erlendu námi
Frá og með 1. febrúar nk. tekur ENIC NARIC skrifstofan við afgreiðslu umsókna um viðurkenningu á menntun og starfsreynslu erlendra iðnaðarmanna samkvæmt reglugerð nr. 585/2011. Verkefnið var áður hjá Menntamálastofnun, en þegar fyrir lá að sú stofnun yrði lögð niður var ákveðið að fela ENIC NARIC skrifstofunni að taka við verkefninu.
Hér eftir þurfa umsækjendur að beina umsóknum sínum til ENIC NARIC skrifstofunnar á vef hennar (enicnaric.is). Starfsmenn ENIC NARIC ganga úr skugga um að öll tilskilin gögn fylgi umsókn og senda hana við svo búið til umsagnar hjá fagaðilum, IÐUNNI fræðslusetri eða Rafmennt, eftir því um hvaða starfsgrein er að ræða.
Þegar umsögn fagaðila liggur fyrir afgreiðir ENIC NARIC skrifstofan umsóknina og leiðbeinir umsækjendum eftir atvikum um næstu skref, t.d. ef niðurstaðan leiðir til útgáfu sérstaks leyfisbréfs sem veitir rétt til starfa í löggiltri iðn hér á landi.
Þeir sem njóta góðs af þjónustunni eru bæði ríkisborgarar frá löndum EES-svæðisins og þegnar ríkja utan EES.
Mynd: úr safni

-
Markaðurinn10 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag