Markaðurinn
Námskeið: Keppnismatreiðsla fyrir byrjendur
Matreiðslumenn
Markmið námskeiðsins er að kenna þátttakendum allt um keppnismatreiðslu. Farið verður ítarlega yfir allt það sem hellst sem keppendur þurfa að hafa í huga fyrir keppni
Nánari lýsing:
- Hvað þarf að hafa í huga við undirbúning fyrir matreiðslukeppni.
- Hvað vilja dómararnir sjá og upplifa og er það eitthvað sem þeir vilja alls ekki sjá?
- Skipulagning er mjög mikilvæg þegar kemur að keppni.-farið verður ítarlega hvernig keppandi gerir tímaplan.
- Farið verður yfir hvað þarf að hugsa um á æfingum fyrir keppni, hvað þarf aðallega að æfa og vinna eftir tímaplaninu.
- Farið yfir mismunandi form á matreiðslukeppnum eins og t.d. leyni körfu „mistery basket“
Um leiðbeinandann:
Snædís hefur alla tíð verið tengt keppnismatreiðslu síðan hún byrjaði í faginu, Snædís hefur verið í kokka landsliðinu frá árinu 2016 og byrjaði þar sem aðstoðarmaður, hún keppti síðan í fyrsta sinn sem liðsmaður árið 2018 þar sem liðið hreppti gull. Næst tók hún þátt í Ólympíuleikunum 2020 og þá sem fyrirliði liðsins þar sem þau unnu tvenn gullverðlaun og lentum í 3. sæti yfir heildina sem er besti árangur landsliðsins hingað til. Núna er Snædís þjálfari kokkalandsliðsins.
HVAR OG HVENÆR
DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
---|---|---|---|---|
22.01.2024 | mán. | 14:00 | 16:00 | Akureyri, Hringteigi 2, VMA |
Hefst 22. jan. kl: 14:00
- Lengd: 2 klukkustundir
- Kennari: Snædís Jónsdóttir
- Staðsetning: Akureyri, Hringteigi 2, VMA
- Fullt verð: 9.500 kr.-
- Verð til aðila IÐUNNAR: 3.000 kr.-

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt4 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars