Uppskriftir
Mozzarella jól – Tvær uppskriftir
Jólin nálgast og hvað er betra en bjóða fjölskyldu og vinum upp á næringarríka forrétti eða meðlæti með jólamatnum, í jólaboðið eða hittinginn. Mozzarellakúlur henta einstaklega vel í fallegan og bragðgóðan jólakrans eða jólastaf sem setja skemmtilegan svip á veisluborðið á aðventunni.
Mozzarella jólakrans
2 box mozzarella kúlur
2 box litlir tómatar
klettasalat
fersk basilíka
ólífuolía
balsamik gljái
Byrjaðu á því að raða klettasalatinu í hring á kringlóttan disk eða stærri flöt. Magnið fer algjörlega eftir stærð. Í hringinn á myndinni voru notaðar venjulegar mozzarella kúlur og einnig mozzarella kúlur með basilíku sem var raðað á hringinn. Hellið svo ólífuolíu og balsamik gljáanum yfir.
Mozzarella jólastafur
2-3 stk. mozzarella kúlur (120 g)
2-3 stk. tómatar
salt og pipar
ólífuolía
balsamik gljái
Magnið fer svolítið eftir hversu stóran staf þú vilt búa til. Í jólastafinn á myndinni voru notaðar tvær og hálf mozzarella kúla og þrír tómatar. Osturinn og tómatarnir skornir í sneiðar og raðað á víxl, olíu og balsamik gljáanum hellt yfir og svo kryddað með salti og pipar. Það er gott að bera jólastafinn fram með ristuðu snittubrauði.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt3 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun1 dagur síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina