Vertu memm

Uppskriftir

Sítrónumarineraðir létt saltaðir þorskfiskhnakkar – Góð nýting á afgöngum

Birting:

þann

Sítrónumarineraðir létt saltaðir þorskfiskhnakkar - Góð nýting á afgöngum

Sítrónumarineraðir létt saltaðir þorskfiskhnakkar með timían & rósmarín.

Það er eitthvað roslega gott við létt saltaðan fisk og þorskhnakkarnir eru svona eðal parturinn, þykkur og djúsí og þegar maður er búin að prufa hann einu sinni langar manni í aftur og aftur, allavega mig.

3-4 stk þorskfiskhnakkar
Ferskt timían
Ferskt rósmarín
Olía
Sítróna
Rauð piparkorn
Saltflögur
Grænkál

Blandið saman olíu, ca 1 dl og kreistið sítrónu saman við og hellið yfir fiskinn eða notið tilbúna olíu með sítrónubragði.

Setjið timían og rósmarín ofaná fiskinn og nokkur rauð piparkorn og geymið inni í ísskáp í 2-3 tíma.

Sítrónumarineraðir létt saltaðir þorskfiskhnakkar - Góð nýting á afgöngum

Grillið svo fiskinn á bakka og stráið smá af saltflögum yfir í restina eða eftir smekk.

Penslið oliu á grænkálið og smá saltflögum og grillið létt í restina með fiskinum.

Sítrónumarineraðir létt saltaðir þorskfiskhnakkar - Góð nýting á afgöngum

Borið fram með ferskri gúrkusósu með hvítlauk og grilluðu grænmeti.

Uppskrift af meðlætinu má finna hérna, GúrkusósaHvítlaukslimesmjörGrillað grænmeti.

Sítrónumarineraðir létt saltaðir þorskfiskhnakkar - Góð nýting á afgöngum

Ef svo vel vill til að það verði afgangur af fiskinum þá má skera niður snittubrauð fallega eins og sjá má á mynd og smyrja með smjörinu, setja fiskinn ofan á og sósuna og njóta.

Höfundur er Ingunn Mjöll Sigurðardóttir hjá islandsmjoll.is

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið