Markaðurinn
Perutertan sem er ómissandi á veisluborðið – Þessi gamla góða
Svampbotnar:
4 egg
200 gr sykur
130 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
- Hitið ofninn í 175 gráður með blæstri
- Þeytið egg og sykur mjög vel saman þar til blandan er ljós og létt
- Sigtið saman hveiti og lyftidufti og hrærið varlega saman við með sleikju
- Setjið í tvö smurð og bökunarpappírsklædd kökuform og bakið þar til botnarnir eru gullnir að lit eða í u.þ.b. 12-15 mínútur. Kælið á grind
Súkkulaðirjómi:
150 gr suðusúkkulaði
5 eggjarauður
5 msk flórsykur
4 dl rjómi
- Bræðið súkkulaðið við vægan hita eða yfir vatnsbaði
- Stífþeytið rjómann og setjið til hliðar
- Stífþeytið saman eggjarauður og flórsykur þar til blandan er ljós
- Blandið bræddu súkkulaðinu saman við eggjablönduna.
- Hrærið að lokum rjómanum varlega saman við
Samsetning:
Ein stór dós perur
- Sigtið vökvann frá perunum og geymið. Leggið annan svampbotninn á disk og vætið vel í honum með helmingnum af perusafanum.
- Skerið helminginn af perunum í litla bita og hinn helminginn í sneiðar til að skreyta tertuna með.
- Setjið u.þ.b. 1/3 af súkkulaðirjómanum á botninn og dreifið perubitum yfir.
- Bleytið seinni svampbotninn með perusafa og leggið svo ofan á.
- Setjið restina af súkkulaðirjómanum ofan á tertuna, dreifið vel úr niður á hliðarnar og skreytið með perusneiðum
Ath. Ef þið viljið uppfæra tertuna er ákaflega gott að setja marengs á milli svambotnanna. Þá legg ég tilbúinn marengsbotn ofan á súkkulaðirjómann með perubitunum (eftir lið 3). Set svo 3 dl af þeyttum rjóma ofan á marengsinn og seinni svampbotninn ofan á það. Toppa svo með kremi.

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Markaðurinn4 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk
-
Frétt2 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Frétt3 dagar síðan
Viðvörun: Örverumengun í melónufræjum – Neytendur beðnir um að gæta varúðar