Markaðurinn
Dökk og dúnmjúk djöflaterta með súkkulaðikremi
Það er sýrður rjómi bæði í kökunni og kreminu sem er dálítið nýtt og skemmtilegt og auðvitað einstaklega ljúffengt.
Tertan:
225 g hveiti
90 g kakó
350 g sykur
1 tsk. matarsódi
1 tsk. lyftiduft
½ tsk. salt
100 g smjör brætt
½ dl olía
2 stór egg
2 ½ dl uppáhellt kaffi
2 tsk. vanilluextract
1 dós (180 g) 36% sýrður rjómi frá Gott í matinn
½ dl mjólk
Aðferð:
- Hitið ofn í 160 gráður með blæstri.
- Pískið öllum þurrefnunum sex saman í stórri skál.
- Bræðið smjörið og látið mesta hitann rjúka úr því.
- Blandið restinni af hráefnunum vel saman í skál og hellið út í þurrefnin. Blandið vel saman en gætið þess að hræra ekki of mikið.
- Skiptið deiginu jafnt í tvö hringlaga, u.þ.b. 20 cm kökuform og bakið þar til bakað í gegn eða þar til prjóni sem stungið er í miðja köku kemur hreinn upp. Mínar kökur voru í 40 mínútur í ofninum.
Krem:
400 g súkkulaði
2 dósir (360 g) 36% sýrður rjómi frá Gott í matinn
2 msk. síróp
2 tsk. vanilluextract
Smá sjávarsalt
Aðferð:
Bræðið súkkulaðið alveg. Takið af hitanum og hrærið sýrðum rjóma, sírópi, vanillu og salti vel saman við þar til þið hafið silkimjúkt krem. Best er að nota kremið fljótlega þar sem það stífnar aðeins þegar það fær að standa.
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Markaðurinn4 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti







