Markaðurinn
Snickers grautur – Uppskrift
Orkuríkur snickers grautur sem svíkur engan! Mér finnst snilld að byrja annasama daga á þessum graut ef mig vantar orku sem dugir mér lengi. Þegar ég geri hann fyrir krakkana mína þá sleppi ég einfaldlega próteinduftinu eða set smá kakó á móti haframjölinu.
Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við MS – Gott í matinn.
Innihald:
40 g haframjöl
20 g súkkulaðiprótein
150 ml kolvetnaskert hleðsla
smá salt
Toppur:
– 15 g hnetusmjör 1 msk.
Súkkulaði:
– 5 g kókosolía 1 tsk
– 5 g kakó 1 tsk
– 5 g hunang eða önnur sæta 1 tsk
Haframjölinu, próteinduftinu og hleðslunni blandað saman í glas eða krukku, best að láta þetta standa yfir nótt en það má líka láta grautinn bíða á borði í um hálftíma. Yfir þetta er svo sett hnetusmjör og að lokum súkkulaðið sem búið er til með því að blanda saman bræddri kókosolíu, hunangi og kakói. Sem skraut má setja nokkrar salthnetur ofan á.
Hægt að sjá uppskriftina hér.
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni4 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni2 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svansleyfi fyrir íslenska framleiðslu Tandur
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Jólabollukeppni Barþjónaklúbbs Íslands á Gauknum til styrktar Píeta Samtökunum