Uppskriftir
Mexíkóskar nautavefjur með lárperu
Heildartími: 50 mín
Undirbúningstími: 15 mín
Hentar fyrir 4
Hráefni
- 400 g nautakjöt
- ½ tsk. salt
- ½ tsk. paprikukrydd
- 1 límóna
- 2 stk. chili-pipar
- 2 msk. repjuolía
- 1 dós afhýddir tómatar
- 1 nautateningur frá Knorr, leysist upp í 350 ml af vatni
- 60 g laukur
- 1 rauð paprika
- 1 mangó
- 2 tómatar
- 1 lárpera (avókadó)
- 1 búnt ferskt kóríander
- 1 sítróna
- 8 tortilla-vefjur (við mælum með El Paso)
Aðferð
Skref 1
Skerðu kjötið í þunna strimla. Settu það í skál og kryddaðu með salti, pipar og paprikukryddi. Kreistu límónuna út í, hrærðu vel og geymdu skálina í ísskáp í 30 mín.
Skref 2
Fræhreinsaðu chili-piparinn og settu í pott ásamt afhýddum tómötum. Bættu soði út í og láttu suðuna koma upp. Lækkaðu síðan hitann og láttu malla í u.þ.b. 20 mín.
Skref 3
Afhýddu og hakkaðu lauk. Skerðu papriku, tómata, mangó og lárperu í teninga. Hakkaðu kóríander gróft. Skerðu sítrónu í sneiðar.
Skref 4
Hitaðu olíu á pönnu og steiktu laukinn. Hitaðu vefjurnar í ofni skv. leiðbeiningum á pakka á meðan hann steikist.
Skref 5
Smyrðu sósu á vefjurnar og settu nautakjöt og grænmeti ofan á. Stráðu að endingu kóríander yfir.
Skref 6
Kreistu sítrónu yfir vefjurnar og berðu fram.
Mynd og uppskrift birt með góðfúslegu leyfi knorr.is.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?







