Starfsmannavelta
Ostabúðin dregur sig í hlé
„Við í Ostabúðinni drögum okkur í hlé og höfum því lokað á Fiskislóðinni. Þetta er ekki endastopp og við hlökkum til að taka aftur á móti ykkur seinna.“
Segir í tilkynningu frá Ostabúðinni.
Ostabúðin við Skólavörðustíg í Reykjavík þekkja margir Íslendingar, en búðin opnaði fyrst árið 2000. Þar var boðið upp á áður óséð úrval af ostum og öðru góðgæti, auk þess sem töfraður var fram heitur matur í hádeginu. Ostabúðin opnaði veitingastað við hlið búðarinnar árið 2015.
Ostabúðin lokaði árið 2019 en þá var rekstrarkostnaður orðinn of mikill og forsendur þess að halda lágu vöruverði brostnar, sagði Jóhann Jónsson, matreiðslumaður og eigandi Ostabúðarinnar, í samtali við veitingageirinn.is rétt eftir lokun búðarinnar.
Jóhann opnaði nýja Ostabúð um áramótin 2019/2020 út á Granda og bauð upp á bæði glæsilegan veislusal og veisluþjónustu, að auki verslunina Ostabúðin við Fiskislóð 26, en húsnæðið er nú til leigu.
Sjá einnig: Til leigu atvinnuhúsnæði á tveimur hæðum – Tilvalið fyrir eldhús og veislusal
Ostabúðin bauð einnig upp á fyrirtækjaþjónustu, þar sem heitur matur var sendur til fyrirtækja í hádeginu ásamt því að bjóða upp á hádegishlaðborð á virkum dögum.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni5 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur