Keppni
Silli Kokkur keppir á stærstu götubitakeppni í heimi – European Street Food Awards
Keppnin um besta evrópsku götubitan – „European Street Food Awards 2022“ verður haldin nú um helgina, 7. – 9. október í Munich í Þýskalandi.
Þetta er stærsta götubitakeppni í heimi og þar verður að finna 15 af bestu götubitum í Evrópu sem keppa um titilinn “Besti Götubitinn í Evrópu 2022“.
Í ár mun Sigvaldi Jóhannesson, betur þekktur sem Silli kokkur, keppa fyrir Íslands hönd og mun hann keppa í þremur flokkum, „besti hamborgarinn“, „besta samlokan“ og „Besti Götubitinn í Evrópu 2022“
Götubitinn – Reykjavík Street Food hefur verið leiðandi í götbitahátíðum hér á landi og hefur síðan 2019 haldið forkeppni hér á Götubitahátíðinni sem er haldin árlega í samstarfi við Reykajvíkurborg, og á hátíðinni er krýndur „Besti Götubiti Íslands“.
Silli Kokkur hefur sigrað forkeppnina hér á landi síðustu þrjú ár, eða frá árinu 2020.
Sjá einnig: Götubitahátíð Íslands 2021 – Úrslit
Engin lokakeppni hefur verið haldin síðan árið 2019, en þá fór Jömm út og keppti fyrir Íslands hönd og gerði gott mót.
Sjá einnig: Jömm keppti á meðal bestu í heimi í European Street Food Awards
Götubitinn mun vera á keppninni og fylgjast með stöðu mála, fyrir þá sem hafa áhuga á að fylgjast með er bent á að að fylgja þeim á samfélagsmiðlum (instagram og facebook):
Instagram / Facebook: @reykjavikstreetfood
Einnig er hægt að fylgjast með Silla á eftirfarandi samfélagsmiðlum:
Snapchat: SilliKokkur
Instagram: @sigvaldij
[email protected]
Mynd: facebook / sillikokkur.is
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir