Keppni
Kokteilakeppni haldin í Stykkishólmi dagana 14. til 17. apríl
Kokteilakeppnin „Stykkishólmur Cocktail Weekend“ hefst á fimmtudaginn 14. apríl og stendur yfir til 17. apríl.
Keppnin var fyrst haldin 2016 og sigurverðlaun fyrir besta drykkinn þá hlaut Hótel Egilsen með Hjartadrottninguna.
Sjá fleiri fréttir um keppnina hér.
Stofnendur keppninnar eru Hólmararnir Jón Viðar Pàlsson og Ívar Sindri Karvelsson. Þeir félagar Jón og Ívar eru fluttir úr bænum og höfðu lítinn tíma til að halda keppnina og gáfu skipuleggjendum í ár leyfi til að halda keppnina, en það vill svo skemmtilega til að þeir munu vera í dómnefnd.
„Þessi keppni var svo skemmtileg og tókst alltaf svo vel hjá þeim félögum og var fólk farið að rukka ferðaþjónustuaðilana í Hólminum um að drífa í að halda þessa keppni aftur núna eftir Covid.“
Sagði Steinunn Helgadóttir eigandi Narfeyrarstofu og einn af skipuleggjendum í samtali við veitingageirinn.is
Þátttakendur í ár eru:
Allir staðirnir munu bjóða upp á sinn keppnisdrykk yfir helgina á góðu verði, dómnefndin fer milli staða og tilkynnir sigurvegarann á laugardagskvöldinu.
Allir staðirnir sem taka þátt verða með kort hjá sér ásamt límmiðum sem þú færð þegar þú kaupir kokteilinn á þeim stað. Safnaðu 6 límmiðum (frá öllum 6 stöðunum) og skráðu þig til leiks í happdrætti sem dregið verður úr á laugardagskvöldinu.
Dagskráin
Hér að neðan er dagskráin í heild sinni sem einnig er hægt að skoða á visitstykkisholmur.is:
Fimmtudagur 14. apríl
14:00 Norska húsið – Sýningaropnun Sara Gillies
16:00-18:00 Happy hour á Fosshótel
21:00 Pubquiz á Narfeyrarstofu *Nauðsynlegt að panta borð fyrirfram í síma 841-2000
Opnunartímar:
Narfeyrarstofa opið frá 18:00
Skipper opið frá 18:00-22:00
Sjávarpakkhúsið opið frá 18:00-23:00
Sjávarborg café opið frá 10:00
Fosshótel Stykkishólmur opið frá 16:00-01:00
Hótel Egilsen
Föstudagur 15. apríl
14:00-16:00 Samkomuhúsið opið, leikir & skál!
14:00-18:00 Happy hour á Fosshótel
17:00-18:00 Norska húsið – Kokteilboð og tónleikar í Stáss stofunni
18:00–22:00 Sjávarpakkhúsið – Sex rétta smakkseðill með kokteila pörun
22:00–00:00 Sjávarpakkhúsið – Skál!
Opnunartímar:
Narfeyrarstofa opið frá 12:00
Skipper opið frá 12:00-01:00
Sjávarpakkhúsið opið frá 18:00-00:00
Sjávarborg café opið frá 10:00
Fosshótel Stykkishólmur opið frá 14:00-01:00
Hótel Egilsen
Laugardagur 16. apríl
14:00-16:00 Samkomuhúsið opið, leikir & skál!
14:00-18:00 Happy hour á Fosshótel
18:00-22:00 Sjávarpakkhúsið – Sex rétta smakkseðill með kokteila pörun
22:00 Verðlaunaafhending í Samkomuhúsinu
23:00-03:00 Trúbador á Skipper
Opnunartímar:
Narfeyrarstofa opið frá 12:00
Skipper opið frá 12:00-03:00
Sjávarpakkhúsið opið frá 18:00-23:00
Sjávarborg café opið frá 10:00
Fosshótel Stykkishólmur opið frá 14:00-01:00
Hótel Egilsen
Sunnudagur 17. apríl
14:00-18:00 Happy hour á Fosshótel
21:00 Fosshótel – Partý bingó
Opnunartímar:
Narfeyrarstofa opið frá 18:00
Skipper opið frá 12:00-22:00
Sjávarpakkhúsið opið frá 18:00-23:00
Sjávarborg café opið frá 10:00
Fosshótel Stykkishólmur opið frá 14:00-01:00
Hótel Egilsen
Mynd: Wikimedia Commons. Höfundur myndar er Dconvertini. Birt undir CC BY-SA 2.0 – leyfi.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði