Vertu memm

Uppskriftir

Humarsúpa

Birting:

þann

Humar - Leturhumar

8 humarhalar, klofnir í tvennt
meðalstór blómkálshaus, léttsoðinn
3 perlulaukar, fínt saxaðir
gulrót, fínt söxuð
seljustöngull, fínt saxaður
4 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir
1,5 dl þurrt vermút
2 L fisksoð
2 msk. söxuð steinselja
salt og pipar
matarolía

Aðferð:

1. Hitið olíuna í potti og látið perlulauk, gulrót, seljustöngul og hvítlauk krauma í henni. Þegar grænmetið er orðið mjúkt er humarhölunum bætt saman við.

2. Bætið fisksoðinu og víninu í pottinn og látið vökvann sjóða niður um fjórðung.

3. Skerið blómkálið í litla bita og setjið helminginn af því í súpuna. Látið hana nú sjóða (5-10 mínútur.)

4. Takið humarhalana upp úr súpunni og hreinsið skelina af þeim.

5. Látið súpuna í blandara og hakkið grænmetið í fínt mauk.

6. Hellið súpunni aftur í pottinn, hitið hana og kryddið með salti og pipar.

7. Saxið humarkjötið fínt og bætið því í súpuna ásamt afganginum af blómkálinu og saxaðri steinselju.

Eiríkur Ingi Friðgeirsson

Eiríkur Ingi Friðgeirsson

Höfundur er: Eiríkur Ingi Friðgeirsson, matreiðslumeistari

Uppskriftin var birt í Morgunblaðinu 27. nóvember 1991

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið