Uppskriftir
Japanskt mjólkurbrauð
Hokkaido-mjólkurbrauð er ótrúlega mjúkt og loftmikið, þökk sé einfaldri tækni sem felur í sér hveitijafnings-„startara“, sem heitir tangzhong. Hveitijafningi er blandað saman í lokaútgáfu deigsins og framkallar það dásamlega mjúkt brauð.
Tangzhong (fordeig eða hveiti-jafningur)
3 msk. (43 g) vatn
3 msk. (43 g) nýmjólk
2 msk. (14 g) gott brauðhveiti
Deigið
2 1/2 bollar (298 g) hveiti
2 msk. (18 g) mjólkurduft eða 2 mat- skeiðar (11g) þurrmjólk
1/4 bolli (50 g) sykur
1 tsk. salt
1 msk. þurrger
1/2 bolli (113 g) nýmjólk
1 stórt egg
1/4 bolli (4 msk., 60 g) brætt ósaltað smjör
Aðferð
Til að búa til tangzhong:
Sameinið öll innihaldsefnin í litlum potti og þeytið þar til engir kekkir eru eftir.
Setjið pottinn á lágan hita og eldið blönduna, þeytið stöðugt, þar til hún er þykk og skán myndast á botni pönnunnar, í um þrjár til fimm mínútur.
Flytjið tangzhong yfir í litla blöndunarskál eða mælibikar og látið það kólna niður að stofuhita.
Til að búa til deigið:
Blandið tangzhong saman við hráefnið (deigið) sem eftir er, blandið síðan saman og hnoðið saman – með hendi eða hrærivél – þar til það er slétt og teygjanlegt.
Mótið deigið í kúlu og látið það hvíla í létt smurðri skál í 60 til 90 mínútur, þar til það er orðið loftkennt en ekki endilega tvöfaldað í stærð.
Losið deigið varlega úr skálinni og skiptið því í fjóra til átta jafna hluta og mótið hvert stykki í kúlu.
Setjið kúlurnar í létt smurt form eða pönnu. Breiðið yfir pönnuna og látið brauðið hvíla í 40 til 50 mínútur, þar til það er orðið aðeins loftkennt.
Hitið ofninn í 180 gráður. Penslið brauðið með mjólk eða eggjablandi (1 stórt egg slegið með 1 msk. köldu vatni) og bakið í 25 til 30 mínútur, þar til það er orðið gullbrúnt ofan á og mælið með hitamæli, miðjan ætti að vera að minnsta kosti 90 gráður.
Takið brauðið úr ofninum. Leyfið því að kólna í minnst 10 mínútur.
Ábending:
Þetta mjúka deig er líka nothæft í fallega steikta kleinuhringi eða kanilsnúða.
Birt með góðfúslegu leyfi bbl.is.
Höfundur og mynd: Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður

-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Keppni5 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði