Frétt
Öflugir veitingamenn í nýrri stjórn Markaðsstofu Norðurlands
![Markaðsstofa Norðurlands](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2020/06/mn-stjorn-2020-1024x683.jpg)
Á meðfylgjandi mynd má sjá nýja stjórn, en þeir Örn Arnarson og Tómas Árdal sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað. Frá vinstri; Heba Finnsdóttir, Edda Hrund Guðmundsdóttir, Viggó Jónsson, Álfhildur Leifsdóttir, Sigrún Hulda Sigmundsdóttir og Þórdís Bjarnadóttir.
Ný stjórn Markaðsstofu Norðurlands var kosin á aðalfundi, sem haldinn var þann 26. maí síðastliðinn. Aðalfundurinn var óvenjulegur, eins og svo margir fundir þetta misserið, en hann var í fyrsta sinn haldinn sem fjarfundur.
Fundarstörf gengu vel fyrir sig og með því að smella hér má sjá glærukynningu framkvæmdastjóra.
Venju samkvæmt var kosið í lausar stöður í stjórn MN.
Hlutskörpust urðu þau Viggó Jónsson frá Drangeyjarferðum, Örn Arnarson, eigandi Hótel Laugarbakka, Heba Finnsdóttir, eigandi veitingastaðanna Bryggjunnar og Striksins og Sigrún Hulda Sigmundsdóttir, hótelstjóri Icelandair hótel Akureyri og koma þau því inn í stjórn ýmist til eins árs eða tveggja.
Þá voru þau Þórdís Bjarnadóttir frá Höldur og Tómas Árdal frá Arctic Hotels áfram kjörin varamenn í stjórn.
Úr stjórn fóru Baldvin Esra Einarsson frá Saga Travel sem gegndi formennsku, Arngrímur Arnarson frá Norðursiglingu,og Sigurður Líndal Þórisson frá Selasetrinu á Hvammstanga. Þeim eru færðar þakkir fyrir vel unninn störf í þágu ferðaþjónustu á Norðurlandi.
Ný stjórn hittist á sínum fyrsta fundi í dag, 5. júní. Venju samkvæmt hófst fundurinn á því að formaður var kjörinn, en það var Viggó Jónsson sem varð fyrir valinu.
Ný stjórn er því eftirfarandi:
- Viggó Jónsson frá Drangeyjarferðum og formaður
- Örn Arnarson, eigandi Hótel Laugarbakka
- Heba Finnsdóttir, eigandi veitingastaðanna Bryggjunnar og Striksins
- Sigrún Hulda Sigmundsdóttir, hótelstjóri Icelandair hótel Akureyri
- Edda Hrund Guðmundsdóttir hótelstjóri Hótel Laxár.
Varamenn:
- Þórdís Bjarnadóttir
- Tómas Árdal
Áheyrnarfulltrúar og fulltrúar sveitarfélaga eru sem fyrr Álfhildur Leifsdóttir fyrir SSNV og Axel Grettisson fyrir SSNE.
Mynd: northiceland.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni10 klukkustundir síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla og kjötiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit