Uppskriftir
Heimalagaðar humarrúllur
Hráefni:
Brauð
Sítrónupipar
Steinselja
Hvítlaukur
Smjör
Humarhalar
Ég er ekki með magn á hreinu en ég finn það ca út.
Gerði um daginn ca 30 rúllur og í það fór 1 stk smjör, 1 poki steinselja, rúmlega 1 hvítlaukur og 800 gr af humri.
Aðferð:
Byrja á því að skera skorpuna af brauðinu, nota svo kökukefli til að rúlla það í mjög þunnar sneiðar.
Saxa svo steinselju og mauka hvítlauk í skál.
Það er svo sett í pott með smjöri og brætt í potti.
Humarinn er settur á brauðið, krydda með sítrónupipar og rúlla upp.
Rúllurnar eru svo settar ofan í hvítlaukssmjörið og síðan á bökunarpappír og inní ofn í ca 10 mín á 180° með blæstri.
Myndirnar sýna hvernig þetta lítur út.
Borið fram með góðu salati og hvítlaukssósu.
Bæði sem forréttur eða léttur aðalréttur.
Ég fann þessa uppskrift fyrir mörgum árum í hefti sem ég fékk að gjöf frá Íslandsbanka, svo ég veit ekki hver er höfundur af þessu góðgæti.
Myndir og texti: Jóhanna Ósk Gunnarsdóttir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Markaðurinn5 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays









