Uppskriftir
Fiskisoð og Grugghreinsun
Fiskisoð
U.þ.b. 1500 ml
150 gr fennel – grófsaxað
120 gr laukur í þunnum sneiðum
Hvíti hlutinn af einum blaðlauk í sneiðum
50 ml ólífuolía
1000 gr bein af flatfisk
-skoluð og blóðhreinsuð
60 ml hvítvín
1,5 litrar kalt vatn
3 sneiðar sítróna
3 steinseljustilkar
1 grein estragon
1 grein coriander
1 stk stjörnuanis
10 hvít piparkorn
Aðferð:
Svitið grænmetið mjúkt, í olíunni án þess að það taki lit. Bætið beinum saman við og svitið áfram í eina mínútu, bætið síðan hvítvíni saman við. Sjóðið niður um helming. Hellið köldu vatninu saman við og látið sjóða á ný. Bætið sítrónusneiðum, kryddjurtum, stjörnuanis og piparkornum saman við. Látið sjóða rólega í 20 mínútur.
Fleytið allan sora af soðinu jafnóðum og hann myndast. Sigtið í gegnum síudúk og látið botnfalla. Ausið síðan soðið upp í annað ílát og skiljið eftir botnfallið. Kælið eða frystið. Ekki nota gulrætur í fiskisoð sem á að grugghreinsa því að það kemur óæskilegur litur á seyðið.
Munið að lykillinn af góðu og fallegu fiskisoði er: Svita grænmetið – sjóða rólega – fleyta – botnfall burt.
Grugghreinsun á soði:
Innihald:
1,5 lítrar fiskisoð
12 eggjahvítur
100 gr blaðlaukur
100 gr sellerý
100 gr fennel
50 gr kryddjurtir að eigin vali
Salt ef þurfa þykir
Aðferð:
Setjið allt grænmeti og kryddjurtir í matvinnsluvél og saxið fínt. Setjið grænmetið í skál og sláið eggjahvítum saman við. Kælið soðið niður í 30-35 gráður og blandið eggjahvítuhrærunni saman við. Setjið yfir meðalhita og rennið sleif eftir botninum á pottinum öðru hvoru á meðan suðan er að koma upp.
Þetta er gert til að koma í veg fyrir að eggjahræran brenni í botninum. Þegar suðan kemur upp þá skal sjóða mjög rólega í 30 mínútur. Látið síðan standa í 15 mínútur áður en síað er.
Ausið seyðið síðan upp úr pottinum og hellið í gegnum síudúk. Forðist að taka groggið með. Hafið fínt sigti undir og gróft efst (síudúkur í miðjunni). Ekki hella seyðinu beint úr pottinum í síudúkinn.
Munið eftir að bragða til soðið áður en grugghreinsun fer fram. Það er mjög mikilvægt því að það er ekki hægt að bæta neinu í seyðið eftirá því þá gruggast seyðið.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Frétt5 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir






