Uppskriftir
Grillaðar kartöflur með blaðlauk og rósmarín
Fyrir 4
150 g smjör
½ stk blaðlaukur
2 rif hvítlaukur
1 grein rósmarín
12 stk möndlukartöflur eða einhverjar aðrar litlar kartöflur
Parmesan ostur
Salt og pipar
Olía
Aðferð:
Setjið smjörið og laukana í pott og hitið við vægan hita þar til laukarnir eru mjúkir í gegn. Saxið rósmarínið fínt niður og bætið út í smjörið. Skerið kartöflurnar í tvennt og penslið þær í sárið með olíu.
Grillið á miðlungs heitu grillinu og snúið reglulega þar til kartöflurnar eru eldaðar í gegn. Kryddið smjörið til með salti og pipar og líka sjálfar kartöflurnar.
Setjið kartöflurnar á disk og ausið smjörinu yfir og raspið svo parmesanostinn yfir í lokin.
Höfundur er Hrefna Sætran.
Mynd: Björn Arnason
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona