Uppskriftir
Grillaðar kartöflur með blaðlauk og rósmarín
Fyrir 4
150 g smjör
½ stk blaðlaukur
2 rif hvítlaukur
1 grein rósmarín
12 stk möndlukartöflur eða einhverjar aðrar litlar kartöflur
Parmesan ostur
Salt og pipar
Olía
Aðferð:
Setjið smjörið og laukana í pott og hitið við vægan hita þar til laukarnir eru mjúkir í gegn. Saxið rósmarínið fínt niður og bætið út í smjörið. Skerið kartöflurnar í tvennt og penslið þær í sárið með olíu.
Grillið á miðlungs heitu grillinu og snúið reglulega þar til kartöflurnar eru eldaðar í gegn. Kryddið smjörið til með salti og pipar og líka sjálfar kartöflurnar.
Setjið kartöflurnar á disk og ausið smjörinu yfir og raspið svo parmesanostinn yfir í lokin.
Höfundur er Hrefna Sætran.
Mynd: Björn Arnason
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn5 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið24 klukkustundir síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu






