Vertu memm

Uppskriftir

Ítalskar kjötbollur al Forno

Birting:

þann

Kjötbollur - Meatballs

Al forno þýðir matur sem hefur verið bakaður í ofni.

Innihald:
400 gr nautahakk
400 gr kálfa eða svínahakk
2 marðir hvítlauksgeirar
1 búnt söxuð steinselja
1 búnt saxað basil
2 msk fersk rifinn parmesan
4 skorpulausar brauðsneiðar í mjólk
-kreistið síðan mestu mjólkina af
4 egg
Sjávarsalt
Svartur nýmulinn pipar
Bragðlaus brauðraspur

Sósan:
5 fallegir ferskir tómatar
-skornir í grófa bita
5 stk kantarellusveppir
-rifnir í strimla
100 ml ólífuolía
Sjávarsalt
Svartur pipar

Öllu blandað saman í skál.

1 stór buffla mossarella
-hlutaður niður í nokkra bita

Öllu blandað saman rólega með höndunum. Mótaðar eru stórar bollur og þeim velt upp úr raspinum. Bollurnar eru steiktar stutta stund á hvorri hlið og komið fyrir í eldföstu fati. Sósunni er hellt yfir og ostbita komið fyrir á hverri bollu. Bakað við 180 gráður í 35-45 mínútur.

Framreitt með góðu brauði og salati.

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.

Mynd: úr safni

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið