Uppskriftir
Eggjapúns | Eggnog
Eggjapúns a´la Eggnog var alltaf drukkið hjá minni fjölskyldu á Þorláksmessu meðan jólatréð var skreytt. Ég geri uppskriftina alltaf áfengislausa og svo bætir hver og einn romm / brandí / koníak / Viskí út í sitt.
Fyrir 12 bolla.
Hráefni:
6 stór egg
3/4 bolli sykur
2 tsk vanilludropar
2 bollar nýmjólk
3 bollar rjómi
Múskat
Aðferð
Skiljið eggin og þeytið eggjarauðurnar mjög vel og bætið sykrinum rólega saman við. Hrærið mjólkina og 2 bollum af rjómanum og vanilludropum saman við. Kælið.
Þeytið hvíturnar alveg stífar. Þeytið 1 bolla af rjóma stífan. Blandið öllu svo varlega saman og stráið smá múskat yfir.
Höfundur er Hrefna Þórisdóttir framreiðslumaður.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur