Uppskriftir
Rjúpusoð
Hráefni
bein af þremur rjúpum
1 stk laukur
1/2 stk blaðlaukur
2 stk gulrót
5 stk einiber
3 stk lárviðarlauf
ferskt timían
1 dl madeira
vatn sem flýtur yfir bein
Aðferð
1. Beinin af rjúpunni eru barin í sundur og elduð eldföstu formi í ofni í 20 mínútur á 180° C.
2. Á meðan beinin brúnast þá eru gulrætur skrældar og skornar í litla bita og steiktar á vægum hita í olíu þangað til þær eru gullinbrúnar.
3. Laukar skrældir og skornir og settir út í olíuna þegar gulræturnar eru að verða tilbúnar.
4. Í lok steikingarinnar á grænmetinu er krydd sett út í og madeira og því leyft að sjóða niður um helming.
5. Þegar steikingin á grænmetinu er lokið þá eiga beinin að vera tilbúin og tekur þú þau með töng og yfir í pottinn með grænmetinu. Athugið að taka allt nema fitu úr eldfasta forminu.
6. Sjóðið svo í 1 1/2 klst á vægum hita. Og því næst er soðið sigtað.
Höfundur er Ágúst Valves Jóhannesson matreiðslumaður
Fyrir 4 – 6 manns
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni4 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Keppni1 dagur síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir