Uppskriftir
Saltfiskuppskriftarkeppni 2010
Saltfisksetrið og félagið Matur-saga-menning standa fyrir uppskriftarkeppni um bestu saltfiskréttina 2010. Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur og Sigurvin Gunnarsson matreiðslumeistari velja fimm uppskriftir.
Hægt er að senda uppskriftir í tölvupósti til [email protected] í s.l. 21. mars. Vinningsuppskriftir verða valdar í lok menningarviku Grindavíkur 14. – 22. mars, sjá nánar um fjölbreytta dagskrá á www.grindavik.is
-
1.vinningur kr. 30.000
-
2.vinningur kr. 20.000
-
3.vinningur kr. 10.000
-
4.vinningur kr. 5.000
-
5.vinningur kr. 5.000
Vinningsuppskriftir verða sýnilegar á vefsíðum www.matarsetur.is og www.saltfisksetur.is
Í menningarviku mun Salthúsið í Grindavík, www.salthusid.is bjóða upp á vinningsuppskrift saltfisksréttar frá 2009.
Í Saltfisksetrinu, Hafnargötu 12a Grindavík verður myndasýning Ólafs Rúnars Þorvarðarssonar kennara Lífið er saltfiskur 140 gamlar myndir tengdar saltfiski auk hefðbundinnar saltfisksýningar safnsins, segir í fréttatilkynningu frá sjf meningarmiðlun.
Hér að neðan eru vinnings uppskriftirnar:
1. sæti
Saltfiskur Íslands með mysuosta byggi
fyrir 4 pers.
800 gr útvatnaður saltfiskur
400 gr banka bygg
100 gr mysuostur að norðan
1 box flúða sveppir
100 gr rjómi
½ tsk fiski kraftur
pipar
1 hvítlauksgeiri
1 laukur
4 egg
Hleypt egg
4 egg
1 l vatn
1 dl borð edik
Aðferð:
Byggið er soðið eftir leiðbeiningum á pakka tekið til hliðar, laukurinn, sveppirnir og hvítlaukurinn smátt skorið og léttsteikt í olíu, í potti. Bygginu bætt í ásamt rjómanum og mysuostinum, soðið á vægum hita í 3-4 mín. Kryddað með fiskikrafti og pipar.
Eggin eru brotin varlega út í víðan pott með heitum vökvanum (ekki sjóðandi) tekið upp með gataspaða.
Saltfiskurinn er steiktur á vel heitri pönnu mysuostabyggið sett undir fiskinn og eggið ofan á.
Nýmulin pipar á eggið skemmir ekki.
Blóðbergs-smjörinu má sleppa ef vill þar sem eggjarauðan virkar sem sósa.
Blóðbergssmjör:
250 gr íslenskt smjör
knippi blóðberg
Soðið saman þar til brúnast, framreitt heitt.
Meðlæti: ferskt og litríkt salat
Þetta er rosa auðvelt og allt íslenskt hráefni.
Elín Hjaltadóttir
2. sæti
Saltfisk og rabbabara plattar
300-400 gr útvatnaður saltfiskur
400 gr spelt deig
100 gr rabbabarar
100 gr íslenska tómatmaukið
50 gr rjóma pipar ostur
1 box íslenskir kirsuberjatómatar
2 stk hvítlaukar
Spelt platti:
6 dl spelt mjöl
3 dl hveiti
2 tsk hunang
5 msk olía
4 tsk þurrger
3 dl volgt vatn
1 tsk salt
Sósan:
íslenska tómatmaukið
steinselja
sykur eftir smekk
klettasalat
Deigið flatt út í platta ca 10-12 cm, þarf ekk að vera kringlótt. Tómat mauki og steinselju blandað saman og borið á plattann. Sósan sett á plattan með skornum kirsuberjatómötum, rjómapiparosti og fínt skornum rabbabaranum .
Plattinn bakaður á 200 c í 10-15 mín.
Á meðan er saltfiskurinn skorinn í hæfilega bita og steiktur á pönnu.
Hvítlaukurinn er skrældur í geira og er soðinn í olíu fallega brúnn í 4-5 mín.
Saltfiskurinn er settur ofan á plattann því næst hvítlaukurinn og smá af olíunni klettasalat eða súra ofan á.
Einnig er hægt að kaupa deig tilbúið ef að menn eru með allt niðrum sig.
Íslenskt – já takk
Jóhanna María
3. sæti
Saltfiskréttur húsbóndans:
fyrir 4
4 stk. saltfisksbitar (hafa bæði svipaða á stærð og Þyngd, ca 180-200 gr.)
1 laukur
1 gul eða orange paprika
1 lítil askja sveppir
10 svartar ólifur
1 krukka salsa sósa (mild)
3 stórar bökunarkartöflur
klípa af smjöri
1 desil. rjómi/mjólk
1 tsk. sykur
1 msk. sinnep
parmasan ostur
Aðferð:
Saltfiskurinn er þurrkaður,honum velt upp úr hveiti, krydduðu með svörtum pipar, steiktur örstutt á pönnu í ólifuolíu á báðum hliðum, settur á eldfast mót.
Laukur,paprika og sveppir skorið í sneiðar, svissað í olíu og sett yfir fiskinn.
Ólifurnar eru skornar í 2-3 hluta og stráð yfir. Salsa sósan sett yfir,og kartöflumús sem er gerð úr bökunarkartöflunum smjörinu , rjómanum, sykrinum, og sinnepinu. Gott er að pikka kartöflumúsina með gaffli.
Að lokum er parmaostinum strað yfir. Bakað inn í ofni við 180 gráður þar til kartöflumúsin og osturinn er orðið fallega gulbrúnt (ca 15-20 mín).
Borið fram með snittubrauði og góðu rauðvíni.
Þessi uppskrift er eftir snilldarkokkinn Axel Birgisson sem lést á árinu 2009, ekkja hans Fríða Rögnvaldsdóttir sendi hana til minningar um hann.
4. – 5. sæti
Saltfiskhnakkar í Papriku og Basilsósu á hvítvínsrisotto með Brakandi ítölsku salati
Uppskrift fyrir 4 manns
Saltfiskhnakkastykki 720 gr
Saltfiskurinn útvatnaður og velt í olívu olíu grillaður á grill pönnu kryddaður með grófum
svörtum pipar og ögn af sjávarsalti.
Papriku og Basil sósa
Rauð paprika 3 stk
Sólþþurkkaðir tómatar 6 stk
Fersk Basil lauf 6 lauf
Olívu olía 1 dl
Balsamik edik 1 msk
humarkraftur 1 msk
Smjör 30 gr
Vatn 1 ½ -3 dl (eftir þörfum)
Shallotlaukar 2 stk
Hrásykur 2 tsk
Aðferð:
Paprikurnar bakaðar í ofni í 20 min á 180°c og flysjaðar, skornar í grófa bita, tómatarnir skornir í litla strimla og laukarnir smátt saxaðir allt sett í lítinn pott ásamt olíunni og látið krauma, sett í matvinnsluvél og basil laufin saman við ásamt kraftinum , balsamik edikinu og sykrinum. Látið blandast vel í vélinni og sett síðan aftur í litinn pott vatninu bætt við og suðan fenginn upp að endingu er smjörinu bætt útí við stofuhita og þeytt vel saman.
Hvítvínsrisotto:
Risotto grjón (arborio grjón) 250 gr
Shallotlaukar 6 stk
Hvítvín 250 ml
Vatn eftir þörfum
Kjúklingakraftur 1 tsk
Rjómi ¼ L
Parmesan ostur rifinn 15 gr
Aðferð:
Grjónin og laukurinn svitað saman í olíu , hvítvíni, krafti og vatninu bætt jafn og þétt í og látið sjóða, hræra vel í á meðan rjómanum bætt í og að endingu parmesan ostinum bætt saman við.
Teitur Jóhannesson
4. – 5. sæti
Saltfiskbaka
Hráefni – bökuskel:
2 dl. hveiti
1 dl. hafragrjón
100 g. hrært KEA Skyr (hreint)
50 g. smjör eða smjörlíki
½ dl. ólívuolía
1 tsk. salt
Hráefni – fylling:
300 g. saltfiskur soðinn og losaður í sundur
3 soðnar Kartöflur brytjaðar
½ rauð Paprika gróft söxuð
1 L aukur skorinn í sneiðar
3-4 hringir smátt saxaður Jalapeno
1 msk. Kapers (má sleppa)
ólívuolía til steikingar
2 egg
¼ l. rjómi (eða mjólk)
pipar og smá salt (eftir því hve fiskurinn er saltur)
múskat á hnífsoddi
200 g. rifinn Ostur (t.d. blanda af Mozarella og Gouda)
Aðferð:
Hnoðið vel saman öllu hráefni í bökuskelina og kælið í u.þ.b. 30 mínútur. Þrýstið deiginu í bökuform. Svitið laukinn á pönnu og bætið paprikunni útí. Látið krauma smá stund. Bætið loks saltfiskinum, kartöflum, jalapeno og kapers útí og hrærið vel saman. Takið pönnuna af hitanum og jafnið fiskiblöndunni yfir bökuskelina.
Pískið saman egg, rjóma og krydd og hellið yfir. Þekið að lokum með rifnum osti og bakið við 180°C í 45 mínútur.
Verði ykkur að góðu
Halla Einarsdóttir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða