Markaðurinn
Klúbbur matreiðslumeistara og Garri endurnýja samstarfssamning

Við undirritun samningsins.
Frá vinstri Fanney Dóra Sigurjónsdóttir ritari KM og Kokkalandsliðsmaður, Hreinn Elíasson markaðsstjóri Garra og Ylfa Helgadóttir þjálfari Kokkalandsliðsins.
Um árabil hefur Klúbbur matreiðslumeistara og Kokkalandsliðið notið stuðnings Garra í verkefnum sínum. Nú hefur samstarfssamningur um áframhaldandi samvinnu verið endurnýjaður og nýtist stuðningurinn vel í komandi verkefni sem eru fjölmörg, með HM í matreiðslu í nóvember næstkomandi sem stærsta verkefni ársins.
Björn Bragi Bragason forseti KM segir;
„það er starfinu okkar ómetanlegt að finna fyrir stuðningi úr atvinnulífinu, við sinnum afreksþjólfun ungs fagfólks í matreiðslu sem við teljum að skipti miklu fyrir framþróunina í faginu og um leið fyrir viðskipti allra í virðiskeðjunni. Þess vegna erum við þakklát fyrir stuðninginn sem við njótum og nýtum til áframhaldandi góðra verka“.
Hreinn Elíasson markaðsstjóri Garra segir;
„Það er okkur mikill heiður og ánægja að fá tækifæri til þess að styðja við framþróun íslenskrar matargerðar og getum við öll verið afar stolt af frábærum árangri íslenskra matreiðslumanna í gegnum tíðina.“
Mynd: facebook / Kokkalandsliðið

-
Markaðurinn24 klukkustundir síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni13 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt1 dagur síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards