Frétt
Hér er matseðill Fiskidagsins mikla
Í átjánda sinn er boðið til matarveislunnar miklu á Dalvík, sem flestir Íslendingar þekkja núorðið. Fiskidagurinn mikli er hátíð í sérflokki. Á Fiskideginum mikla sem er fyrsta laugardag eftir verslunarmannahelgi eru allar veitingar og skemmtanir fríar á hátíðarsvæðinu.
Á síðustu árum hafa milli 27 og 31 þúsund manns komið á hátíðarsvæðið við Dalvíkurhöfn ár hvert. Dagskrá á sviði hefst klukkan 11:00 að morgni og stendur sleitulaust til klukkan 17:00. Dagskráin er alltaf fjölbreytt, bæði á sviðinu og víðar á hátíðarsvæðinu. Mikill fjöldi fólks tekur árlega virkan þátt í undirbúningi þessarar hátíðar og margir vinna mikla sjálboðavinnu, bæði dagana fyrir og á hátíðardaginn sjálfan.
Yfirkokkur hátíðarinnar er Friðrik V. og aðstoðarkokkar eru Arnþór Sigurðsson og Arnrún Magnúsdóttir.
Matseðill
Fjölbreyttur matseðill er á hátíðinni og að auki eru allir drykkir í boði Egils Appelsín. Allt meðlæti: Olíur, kryddlögur, krydd, sósur (Felix) og grænmeti er í boði Ásbjörns Ólafssonar.
Matseðill á almennu grillstöðvunum, eru réttirnir bleikja í rauðrófu og hunangi og þorskur í kryddjurtum og sítrus.
Eftirfarandi sérstöðvar eru fyrir utan almennu grillstöðvarnar:
Langgrillið: 8 metra langt gasgrill, stærsta gasgrill á Íslandi. “65 og “66 árgangarnir grilla og bjóða upp á Fiskborgara í brauði.
Rækjusalatsstöð þar sem foreldrar og börn í yngri flokkum knattspyrnudeildarinnar sjá um.
Sasimistöð – Sasimistjórar Addi Jelló og Ingvar Páll og þeir bjóða upp á Sasimi, hrefnukjöt og lax.
Rækjustöð: Linda og Magga. Einu rækjudrottningar Íslandssögunnar bjóða upp á nýveiddar rækjur í skelinni og sojasósu.
Bleikju og rækjusúpa með austurlensku ívafi gerð í stærsta súpupotti á Íslandi.
Risapítsustöð: 120” Saltfiskpítsa.
Sushistöð þar sem Sushi af bestu gerð er í boði.
Friðrik V. Stöð: Hríseyjarhvannargrafin bleikja, með graflaxsósu og ristuðu brauði – Reyktur lax á nýsteiktu flatbrauði.
Akureyri Fish og Reykjavík Fish sjá um Fish and chips stöðina.
Filsustöð – Skíðafélag Dalvíkur grillar Filsur.
Filsur með Felixsósum í filsubrauði.
Lítrík harðfisksstöð með Nígerísku yfirbragði: Fallegir búningar, skemmtilegt fólk, einstakur harðfiskur og bráðhollt íslenskt smjör.
Síldar- og rúgbrauðstöð.
Síld og heimabakað rúgbrauð með smjöri.
Kaffistöð: kaffi í kroppinn
Íspinnastöð.
Daglegar fréttir, tilkynningar og alla dagskrána er hægt að nálgast á www.fiskidagurinnmikli.is
Meðfylgjandi myndir tók Bjarni Eiríksson frá hátíðinni í fyrra.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona