Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Vínið bragðast betur ef innihaldslýsingin er góð

Birting:

þann

Víngeymsla - Vín - Vínkjallari

Ný rannsókn hefur komist að þeirri niðurstöðu að sömu vínin virðast bragðast betur þegar innihaldslýsingin er góð. Þessa niðurstöðu fengu vísindamenn frá Háskólanum í Adelaide að ítarlegar lýsingar á víni hafi jákvæð áhrif á fólk þegar kemur að vali og bragði á víni.

Í rannsókninni voru 126 vínáhugafólk sem fengu að smakka þrjú vinsæl léttvín, Sauvignon Blanc, Riesling og Chardonnay. Fyrst var smakkað á öllum þremur tegundum með engar innihaldslýsingar á léttvínunum og fólkið beðið um að gefa sitt álit.

Vikuna eftir var vínáhugafólkinu sagt að smakkað verður á sex nýjum tegundum (sem voru í raun þau sömu og áður). Þrjú vínin voru með mjög einfaldar lýsingar, en hinar með vandaðri lýsingum.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru að vönduðu lýsingarnar vakti meiri athygli og fólk var jafnvel tilbúið að borga meira fyrir vínin sem höfðu góðar innihaldslýsingar.

Rannsóknina er hægt að lesa í heild sinni með því að  smella hér.

 

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið