Uppskriftir
Fróðleikur um Sorbet
Sorbet er klakaís sem er mýkri en venjulegur rjómaís, þar sem hann inniheldur enga fitu né eggjarauður.
Megin innihald í sorbet er ávaxtasafi, ávaxtapurée, vín, brennt vín, eða líkjör, krydd (tea, minta); sykur sýróp með tilþurfandi glúkósa.
Blönduna á ekki að hræra meðan hún er að frosna. Þegar hún hefur sest er hægt að setja ítalskan marens út í til að lyfta henni upp.
Sagan segir að sorbet sé fyrsti ís-eftirrétturinn, rjómaís kom ekki fram fyrr en á 18. öld.
Kínverjar kynntu hann fyrir Persum, sem kynntu hann fyrir Aröbum, sem kynntu hann fyrir ítölum.
Orðið sorbet er komið af tyrkneska orðinu chorbet og því arabíska charab sem þýðir drykkur. Sorbet var upprunalega gerður úr ávaxtasafa, hunangi, kryddjurtum og snjó.
Í dag er sorbet borið fram sem eftirréttur eða frískandi milliréttur, í stórum fínum matarboðum í frakklandi í stað trou normand venjulega borið fram í háu glasi eða sundea skál, með víni eða líkjör sem passar við eða ávöxtum.
Höfundur: Jón Héðinn Kristinsson, matreiðslunemi frá Café Opera.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn1 dagur síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Markaðurinn4 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins






