Markaðurinn
Skráning er hafinn í „Eftirréttur ársins 2015“
Eftirréttakeppnin „Eftirréttur ársins 2015“ verður haldin fimmtudaginn 29. október á sýningunni Stóreldhúsið 2015 sem verður í Laugardalshöll dagana 29 – 30 október.
Þema keppninnar í ár er Aldingarðurinn.
Keppnisrétt hafa þeir sem lokið hafa sveinsprófi í matreiðslu, konditori, og bakaraiðn eða eru á samningi í fyrrgreindum greinum. Undantekningartilvik frá ofangreindu verða metin sérstaklega.
Skráningarfrestur er til 23. október 2015 en áhugasömum er bent á að aðeins 30 keppendur komast í keppnina að þessu sinni og gildir reglan „fyrstur kemur fyrstur fær“.
Hér getur þú nálgast allar nánari upplýsingar og skráð þig í keppnina, vægi dóma og hráefni sem eftirrétturinn þarf að innihalda.
Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar.
Uppfært 8 október 2015 kl.09:00
LOKAÐ HEFUR VERIÐ FYRIR SKRÁNINGU
Viðbrögð við keppninni hafa verið mjög góð og nú hafa 60 aðilar þegar skráð sig til keppni en einungis 30 sæti eru laus. Því hefur verið lokað fyrir skráningu og verður unnið úr þeim sem hafa borist.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel22 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni22 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana