Smári Valtýr Sæbjörnsson
Klúbbur matreiðslumeistara eldaði íslenska kjötsúpu fyrir Ísland
![F.v. Ásbjörn Pálsson, Magnús Stefánsson bæjarstjóri og Pétur Pétursson. Bæjarstjórinn í Garði heimsótti hjálparstöðina í Sandgerði og smakkaði kjötsúpuna hjá Ása í Menu veitingum.](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2014/10/eldad-fyrir-island-2014-1024x742.jpg)
F.v. Ásbjörn Pálsson, Magnús Stefánsson bæjarstjóri og Pétur Pétursson.
Bæjarstjórinn í Garði heimsótti hjálparstöðina í Sandgerði og smakkaði kjötsúpuna hjá Ása í Menu veitingum.
Fjöldi kokka úr Klúbbi matreiðslumeistara reiddi fram hefðbundna íslenska kjötsúpu fyrir landsmenn á 48 fjöldahjálparstöðvum um allt land í æfingu Rauða krossins í gær sem bar yfirskriftina Eldað fyrir Ísland.
Í tilefni af Alþjóðadegi matreiðslumeistara 20. október tók klúbburinn þátt í landsæfingunni og beinir þar með sjónum að mikilvægi matreiðslunnar ef hættuástand skapast í landinu. Þar skiptir máli að fagmenn komi að því skipulagi ef raunverulegt neyðarástand verður.
Meðfylgjandi myndir tók Sveinbjörn Úlfarsson ljósmyndari á einni hjálparstöðinni, nánar tiltekið í Víðisstaðaskóla í Hafnarfirði.
Efsta mynd: Smári
Aðrar myndir: Sveinbjörn Úlfarsson
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Keppni11 klukkustundir síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni2 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný