Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM

Birting:

þann

Hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara (KM) - Haldinn í Hörpu í Silfurbergi - Laugardaginn 11. janúar 2025

Hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara (KM) var haldinn í Hörpu í Silf­ur­bergi 11. janúar sl. og er einn stærsti og glæsilegasti viðburður ársins.

Sjá einnig: Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM

Á kvöldverðinum töfra fremstu matreiðslumeistarar landsins fram margra rétta máltíð sem sameinar nýstárlegar útfærslur og virðingu fyrir íslenskum hráefnum, en þessi viðburður hefur verið haldinn árlega síðan 1988. Hver réttur er listaverk, bæði á bragðlauka og fyrir augað, og speglar metnað, sköpunargleði og ástríðu meistaranna.

Hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara (KM) - Haldinn í Hörpu í Silfurbergi - Laugardaginn 11. janúar 2025

Snædís Xyza Mae Jónsdóttir, Hörður Héðinsson, Jakob Magnússon og Ragnar Guðmundsson

Kvöldið hófst með fordrykk og léttum forréttum sem buðu gesti velkomna og opna bragðskynið fyrir komandi veisluhöldum og voru um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn sem sáu um að allt færi vel fram.

Allur ágóði kvöldsins rann til starfsemi Klúbbs matreiðslumeistara, þannig verður klúbbnum kleift að efla matargerðarlist og styðja framgöngu klúbbfélaga bæði hér heima og erlendis með rekstri Kokkalandsliðsins og keppninnar um Kokk ársins. Miðaverð var 75.000 kr. Næsta stóra mót Kokkalandsliðsins er heimsmeistaramót sem haldið verður í Lúxemborg 2026.

Yfirmatreiðslumaður kvöldsins var Arnar Darri Bjarnason frá La Primavera og hver réttur var paraður með sérvöldum vínum og öðrum drykkjum sem Vínþjónasamtök Íslands sá um og þónustan var í höndum Barþjónaklúbbs Íslands.

Í aðalréttinum var íslenskt lamb að hætti Kokkalandsliðsins, fiskréttir, geit, ostar svo fátt eitt sé nefnt og allt unnið með framúrskarandi tækni og einstökum hráefnum.  Sætindin settu lokapunkt á veisluna, þar sem eftirréttur Kokkalandsliðsins og Konfektmoli ársins 2024 sameinuðu sætt og súrt á nýstárlegan hátt.

Hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara (KM) - Haldinn í Hörpu í Silfurbergi - Laugardaginn 11. janúar 2025

Matseðillinn í heild sinni

Lystaukar

Lystaukar að hætti Kokkalandsliðsins
Ábyrgðarmenn: Ísak Aron Jóhannsson frá Múlakaffi og fyrirliði Kokkalandsliðsins og Bjarki Snær Þorsteinsson Grænmetiskokkur ársins 2024

Matseðill

Bleikja – Rúgbrauð – Súrmjólk
Ábyrgðarmaður: Sindri Freyr Ingvarsson frá Berjaya Hótelinu á Akureyri

Geit – Könglar – Plómur
Ábyrgðarmaður: Davíð Örn Hákonarson frá Skreið

Kirsuberjatómatar – Sellerí – Skessujurt
Ábyrgðarmaður: Bjarki Snær Þorsteinsson frá veitingastaðnum Dæjinn, landsliðskokkur og Grænmetiskokkur ársins 2024

Þorskkinnar – Roð – Beltisþari
Ábyrgðarmaður: Gísli Matthías Auðunsson frá Slippinum í Vestmannaeyjum

Lamb að hætti Kokkalandsliðsins
Ábyrgðarmenn: Ísak Aron Jóhannsson og Úlfar Úlfarsson landsliðskokkar

Ostar að hætti KM Suðurland
Ábyrgðarmaður: Bjarni Haukur Guðnason frá Laugalandsskóla

Eftirréttur Kokkalandsliðsins 2024
Ábyrgðarmaður: Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir landsliðskokkur

Konfektmoli ársins 2024
Ábyrgðarmaður: Wiktor Pálsson

Um 400 manns mættu á hátíðarkvöldverðinn og stemningin á kvöldverðinum var hlý og fagmannleg, þar sem gestir fengu tækifæri til að njóta matarins í góðum félagsskap ásamt lifandi tónlist.

Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndarinn Mummi Lú.

Myndir: Mummi Lú

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið