Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr veitingastaður opnar í gömlu verbúðunum á hafnarbakkanum í Reykjavík

Birting:

þann

Veitingastaðurinn Verbúð 11

Veitingastaðurinn Verbúð 11

Árið 1913 hófst gerð Gömlu hafnarinnar í Reykjavík og lauk um 4 árum síðar. Allt umhverfi og starfsemi í tengslum við höfnina hefur þróast með ýmsum hætti í gegnum árin. Gömlu verbúðirnar á hafnarbakkanum hafa til að mynda tekið miklum stakkaskiptum nú síðustu ár.

Nú er svo komið að aðeins ein fiskverkun er enn starfrækt í þessum gömlu verbúðum. Það er fiskverkunin Sindrafiskur ehf. sem staðsett er í Verbúð 11 og er í eigu sömu fjölskyldu.

Í byrjun árs 2014 var síðan tekin ákvörðun um að breyta verbúð 11 í veitingastað. Það lá beint við að láta veitingastaðinn heita einfaldlega Verbúð 11. Fjölskyldan hefur áratuga langa reynslu í öllu sem viðkemur fiski. Því var ekki annað inni í myndinni en að staðurinn myndi fyrst og fremst leggja áherslu á fisk. Nú er verið að leggja lokahönd á verkið og áformað er að staðurinn opni fyrir jólin 2014.

Algjört eðalfólk hefur verið ráðið til starfa á Verbúð 11. Yfirmatreiðslumaður og veitingastjóri er Gunnar Ingi Elvarsson, veitingastjóri Anna María Pétursdóttir, vaktstjóri Jóhann Örn Ólafsson, rekstrarstjóri er Guðmundur Jónsson og hönnuður staðarins er Elín Thorsteinsdóttir.

Þess má geta að fjölskyldan hefur átt og gert út bátinn Sindra RE-46 allt frá árinu 1977. Þegar báturinn er í landi geta gestir Verbúðar 11 séð hann við hafnarbakkann. Áhöfnin á Sindra RE – 46 mun sjá Verbúð 11 fyrir nýveiddum og góðum fiski.

Meðfylgjandi er stutt heimildamynd um Jón á Sindra – einn eigenda Verbúðar 11 og Sindrafisks, en Jón Sigurðsson er sjómaður af lífi og sál og mikill frumkvöðull:

 

Mynd: af facebook síðu Verbúð 11

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið