Vertu memm

Keppni

Liðsmenn Kokkalandsliðsins staddir í Basel í Sviss

Birting:

þann

Á myndinni eru Hákon Már Örvarsson, María Shramko, Þráinn Freyr Vigfússon, Fannar Vernharðsson og Garðar Kári Garðarsson í Leifsstöð áður en lagt var í hann til Basel.

Á myndinni eru Hákon Már Örvarsson, María Shramko, Þráinn Freyr Vigfússon, Fannar Vernharðsson og Garðar Kári Garðarsson í Leifsstöð áður en lagt var í hann til Basel.

Eins og fram hefur komið þá eru nokkrir liðsmenn Kokkalandsliðsins staddir í Basel í Sviss til að fylgjast með landsliðum annarra þjóða keppa í einni af mikilvægustu matreiðslukeppnum heimsins, Salon Culinaire Mondial, sem er haldin á sex ára fresti.

Þetta er mikilvægur hluti undirbúnings liðsins fyrir Heimsmeistarakeppnina sem haldin verður í Luxembourg á næsta ári, að því er fram kemur á facebook síðu Kokkalandsliðsins.

Búist er við hátt í 80 þúsund manns til Basel í tengslum við keppnina.

Mynd: af facebook síðu Kokkalandsliðsins.

Bjarni Gunnar Kristinsson er matreiðslumeistari að mennt. Hann hefur verið í íslenska kokkalandsliðinu frá árinu 2000 til 2014 og var fyrirliði þess þegar það hlaut gull– og silfurverðlaun á Ólympíuleikum matreiðslumeistara í Erfurt í Þýskalandi 2008. Bjarni útskrifaðist frá Hótel– og veitingaskólanum um miðjan tíunda áratuginn en hefur síðan þá unnið til fjölmargra alþjóðlegra verðlauna í sínu fagi og starfað sem gestakokkur á virtum veitingahúsum um allan heim. Ennfremur hefur Bjarni Gunnar komið að gerð fjölmargra sjónvarpsþátta um matreiðslu. Hægt er að hafa samband við Bjarna á netfangið: [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið