Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Vel heppnuð kjötbúð í Hótel- og matvælaskólanum

Birting:

þann

Kjötbúð í Hótel- og matvælaskólanum

Nemendur að gera sig klára að selja vörur sínar í kjötbúðinni

Nemendur í kjötiðnaðardeild Hótel- og matvælaskólanum buðu upp á kjötbúð á föstudaginn s.l. milli 11:30 til 12:30.

Kjötbúðin heppnaðist mjög vel og var röð allan tímann sem er ekki óvanalegt því að búðin hefur alltaf verið gífurlega vinsæl þau skipti sem hún er opin.

Kjötbúð í Hótel- og matvælaskólanum

Fjölbreytt úrval af góðgæti

Margt var í boði og voru allar vörur framleiddar frá grunni og án sykurs og óþarfa aukaefna, bara hrein náttúruafurð:

  • Í nauti: piparsteikur, gúllas, snitsel, mínútusteikur og fleira.
  • Í lambi: úrbeinað lambalæri, lambainnralæri, file, ribeye, bæði í marineringu og ómengað.
  • Í svíni: marineraða hnakka og ferskar lundir.
  • Álegg var: skinka, kindakæfa, beikon, bæði venjulegt og lúxus. Einnig var reyktur lax og silungur.

Að auki voru vinsælu MK-borgarnir í boði en þeir eru 120 grömm af 100% hreinu nautakjöti.

Kjötbúð í Hótel- og matvælaskólanum

MK borgararnir (f.h. í frysti) eru vinsælir

Einnig buðu nemendur upp á tilbúna rétti eins og íslenska kjötsúpu í 1 lítra fötum, tilbúið í pottinn. Hakkbollur, bæði eldaðar í boxi með hrísgrjónum og sósu og hráar bollur í álboxi tilbúið í ofninn.

Kjötbúð í Hótel- og matvælaskólanum

Allar vörur framleiddar frá grunni og án sykurs og óþarfa aukaefna, bara hrein náttúruafurð.

Næsta búð verður svo föstudag fyrir páska, en það er 23. apríl og þá munu nemendur bjóða upp á páskasteikina.

 

Myndir: Jóhannes Geir Númason kjötiðnaðarmeistari og kennari í Hótel- og matvælaskólanum.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið