Nemendur & nemakeppni
Vel heppnuð kjötbúð í Hótel- og matvælaskólanum
Nemendur í kjötiðnaðardeild Hótel- og matvælaskólanum buðu upp á kjötbúð á föstudaginn s.l. milli 11:30 til 12:30.
Kjötbúðin heppnaðist mjög vel og var röð allan tímann sem er ekki óvanalegt því að búðin hefur alltaf verið gífurlega vinsæl þau skipti sem hún er opin.
Margt var í boði og voru allar vörur framleiddar frá grunni og án sykurs og óþarfa aukaefna, bara hrein náttúruafurð:
- Í nauti: piparsteikur, gúllas, snitsel, mínútusteikur og fleira.
- Í lambi: úrbeinað lambalæri, lambainnralæri, file, ribeye, bæði í marineringu og ómengað.
- Í svíni: marineraða hnakka og ferskar lundir.
- Álegg var: skinka, kindakæfa, beikon, bæði venjulegt og lúxus. Einnig var reyktur lax og silungur.
Að auki voru vinsælu MK-borgarnir í boði en þeir eru 120 grömm af 100% hreinu nautakjöti.
Einnig buðu nemendur upp á tilbúna rétti eins og íslenska kjötsúpu í 1 lítra fötum, tilbúið í pottinn. Hakkbollur, bæði eldaðar í boxi með hrísgrjónum og sósu og hráar bollur í álboxi tilbúið í ofninn.
Næsta búð verður svo föstudag fyrir páska, en það er 23. apríl og þá munu nemendur bjóða upp á páskasteikina.
Myndir: Jóhannes Geir Númason kjötiðnaðarmeistari og kennari í Hótel- og matvælaskólanum.

-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt5 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata