Ágúst Valves Jóhannesson
Vel heppnaður styrktarkvöldverður hjá Kokkalandsliðinu
Við félagarnir mættum um 7 leitið í fordrykk þar sem Hendricks Gin og Reyka Vodka voru í fyrirrúmi. Það var margt um gestinn og fólk var mjög áhugasamt um matinn. Við fengum okkur tvo fordrykki og gott spjall áður en við settumst með virkilega skemmtilegu fólki.
Í byrjun kvöldsins kynntu þeir Hafliði Halldórsson forseti Klúbbs Matreiðslumeistara og Hákon Már Örvarsson sérstakur framkvæmdastjóri kokkalandsliðsins fyrir gestum starfsemi kokkalandsliðsins, þar sem Hafliði kynnti nýtt auðkennismerki landsliðsins. Svo kynnti Hákon fyrir okkur matseðilinn ásamt því að kynna okkur fyrir meðlimum landsliðsins. Við vorum spenntir.
Virkilega góðar steinbítskinnar og estragonið var mjög áberandi.
Góður réttur þar sem laxinn var létt grafinn og hörpuskelin reykt.
Góð samsetning á bragði. En í öllum keppnum þarf að vanda skurð.
Lambið var vel eldað og tungan æðisleg. Æðislegt að fá villisveppi!
Eftirrétturinn var æðislegur þar sem sorbetinn var virkilega ferskur, rabarbarinn var örlítið stökkur en þó nægilega eldaður til að losna við tæjurnar og Makkarónurnar, ég segi eitt: ,,Pay attention”, þessar makkarónur minntu á Pierre Herme.
Fleiri myndir frá styrktarkvöldverðinum verða birtar síðar.
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Nýr samningur markar tímamót hjá Matvís – Samningur undirritaður við Reykjavíkurborg
-
Uppskriftir1 dagur síðan
Ekta franskar jólakræsingar hjá Sweet Aurora í Reykjavík – Einstakt Aðventudagatal
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Heimalagaður hátíðarís með hvítu súkkulaði og piparkökum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Mánaðartilboð og jólalisti á dúndur afslætti
-
Nýtt á matseðli2 dagar síðan
Grillaður lax að hætti Sumac
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lambakjötsúpa – yljar á köldu vetrarkvöldi