Vertu memm

Markaðurinn

Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita

Birting:

þann

Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita

Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita

Falleg bolludags sinfónía af vatnsdeigi, kransaköku og Nutella.  Þessar vatnsdeigsbollur á kransabita eru loftgóðar, léttar og fullkomnar fyrir ykkur sem elska bollur.  Bollurnar eru búnar til á botni úr kransakökublöndu þar sem þú límir vatnsdeigið með bræddu súkkulaði.  Geymið smá af súkkulaðinu til skrauts og fyllið með Nutella-rjóma.

Bollurnar eru gómsætar og hægt að borða þær allt árið um kring!

Hægt er að finna allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift inn á vefverslun Danól, ásamt allt fyrir bolludaginn: Allt fyrir bolludaginn – Danól

Hráefni

Uppskrift er ætluð fyrir 30 stykki.

 Vatnsdeig

100 g Smjör

2 dl Vatn

100 g Hveiti (900436)

4 egg (593050)

100 g ODENSE hjúpsúkkulaði dökkt (100150)

Kransabitar

500 ODENSE kransamassi (100036)

200 g Sykur (950010)

45 g Eggjahvítur (165207)

Nutella-krem

2,50 dl Þeyttur rjómi

200 g Nutella (105669)

Leiðbeiningar

Vatnsdeig

Hitið smjörið og vatnið að suðu. Bætið hveitinu út í og ​​hrærið kröftuglega þar til deigið er ekki að klístrast og nær að halda sér. Það verður að vera hitað vel í gegn og glansandi. Kælið deigið aðeins og hrærið eggjunum saman við einu í einu. Mikilvægt er að hræra vel með hverju eggi svo deigið verði ekki of þunnt.

Setjið vatnsdeigið á bökunarplötu með tveimur skeiðum eða notið sprautupoka með stút. Bakið við 220°C í ca. 20 mínútur eftir stærð.

ATHUGIÐ: Mikilvægt er að ofninn sé ekki opnaður fyrstu 20 mínúturnar því þá falla bollurnar saman. Þegar þær líta út fyrir að vera bakaðar, takið þá eina út og setjið á grind. Ef bollan heldur lögun sinni eru þær tilbúnar en ef hún byrjar að falla þá þurfa bollurnar aðeins meiri tíma.

Kransabitar

Blandið öllum hráefnum saman fyrir kransabitana. Kransakökublöndunni er sprautað með sprautupoka og stút, á bökunarplötu með bökunarpappír og bakaðar í ca. 10 mínútur  við 220°C þar til þær eru gylltar og stökkar.

Nutella-krem

Þeytið Nutella-rjómann þar til hann verður loftkenndur. Skerið hverja bollu í tvennt og fyllið þær með kreminu.

Festið bollurnar á kransakökubotninn með bræddu súkkulaði og skreytið með bræddu súkkulaði.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið