Viðtöl, örfréttir & frumraun
Valdemar sæmdur Cordon Bleu orðu – Vel heppnaður KM fundur og fundargestir leystir út með gjöfum frá Innnes – Myndaveisla
Nóvemberfundur Klúbbs matreiðslumeistara Norðurlands var haldinn nú á dögunum í matsal Útgerðarfélags Akureyringa. Theódór Sölvi Haraldsson matreiðslumeistari mötuneytisins bauð upp á glæsilegan mat í samvinnu við Innnes og B.jensen kjötvinnslu.
Boðið var upp á kryddjurtahjúpaðann þorskhnakka í forrétt með grilluðu grænmeti og í aðalrétt var folaldalund með kartöflugratín, sveppum, blómkálsmauki og piparsósu.
Jakob Atlason vinnslustjóri ÚA var með létta kynningu á fiskvinnslunni og sagði frá starfseminni.
Sigurður Már Harðarson matreiðslumeistari og sölumaður hjá Innnes var með flotta kynningu á Oscar vörum og leysti út fundargesti með glaðning.
Valdemar Valdemarsson var veitt Cordon Bleu orða KM. Orðan er veitt þeim sem sýnt hafa fram á framúrskarandi starf í þágu matreiðslufagsins. Þórir Erlingsson forseti klúbbsins og Bjarki Hilmarsson frá orðu og laganefnd veittu þessa viðurkenningu.

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift