Viðtöl, örfréttir & frumraun
Valdemar sæmdur Cordon Bleu orðu – Vel heppnaður KM fundur og fundargestir leystir út með gjöfum frá Innnes – Myndaveisla
Nóvemberfundur Klúbbs matreiðslumeistara Norðurlands var haldinn nú á dögunum í matsal Útgerðarfélags Akureyringa. Theódór Sölvi Haraldsson matreiðslumeistari mötuneytisins bauð upp á glæsilegan mat í samvinnu við Innnes og B.jensen kjötvinnslu.
Boðið var upp á kryddjurtahjúpaðann þorskhnakka í forrétt með grilluðu grænmeti og í aðalrétt var folaldalund með kartöflugratín, sveppum, blómkálsmauki og piparsósu.
Jakob Atlason vinnslustjóri ÚA var með létta kynningu á fiskvinnslunni og sagði frá starfseminni.
Sigurður Már Harðarson matreiðslumeistari og sölumaður hjá Innnes var með flotta kynningu á Oscar vörum og leysti út fundargesti með glaðning.
Valdemar Valdemarsson var veitt Cordon Bleu orða KM. Orðan er veitt þeim sem sýnt hafa fram á framúrskarandi starf í þágu matreiðslufagsins. Þórir Erlingsson forseti klúbbsins og Bjarki Hilmarsson frá orðu og laganefnd veittu þessa viðurkenningu.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel13 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni12 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana