Nemendur & nemakeppni
Útskrifaðist sem matreiðslumaður með hæstu einkunn yfir skólann | Skólinn fullbókaður í matreiðslu og mikil aukning í framreiðslunni

Birta Jónsdóttir og Sigurður Ágústsson.
Birta og Sigurður eru í sambúð, en þau lærðu fræðin sín á veitingastaðnum Satt og útskrifuðust bæði 19. des. s.l. Sigurður útskrifaðist sem matreiðslumaður og Birta sem framreiðslumaður
Síðastliðin föstudag 19. desember útskrifuðust stútentar og iðnsveinar frá Menntaskólanum í Kópavogi. Frá Hótel- og Matvælaskólanum útskrifuðust sextán matreiðslumenn, tólf framreiðslumenn og tveir kjötiðnaðarmenn. Að auki útskrifuðust tveir meistarar, og einn nemandi frá César Ritz.
Mér finnst ástæða til að geta þess að Sigurður Ágústsson sem útskrifaðist sem matreiðslumaður frá Natura- Icelandair Hótel var með hæstu einkunn yfir skólann. Sigurður var verðlaunaður með bókum og peningaverðlaunum frá Rotayklúbb Kópavogs og Bæjarstjórn Kópavogs.
Einn útskriftarnemi í framreiðslu Elísa Jóhannsdóttir á Hótel Sögu og María Rún sem lauk framreiðslunámi síðasta vor frá Hilton útskrifuðust einnig sem stútentar.
Við útskriftina er vani að nemendur haldi ræðu, fulltrúi stútenta og fulltrúi iðnnema. Heiða Björg Guðjónsdóttir framreiðslumaður frá La Vita Bella á Akureyri talaði fyrir iðnema og var ræða hennar frábær.
Það er bjart framundan og skólinn fullbókaður í matreiðslu og mikil aukning í framreiðslunni. Það er alltaf gaman þegar vel gengur og nemendur taka nám sitt alvarlega. Vonandi leggja nemendur sig fram á komandi árum bæði í bóklegu og verklegu, þá verðum við betur í stakk búin til þess að taka á móti gestum okkar í framtíðinni.
Mynd: aðsend
/Guðmundur Guðmundsson

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?