Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Útskrifaðist sem matreiðslumaður með hæstu einkunn yfir skólann | Skólinn fullbókaður í matreiðslu og mikil aukning í framreiðslunni

Birting:

þann

Birta Jónsdóttir og Sigurður Ágústsson

Birta Jónsdóttir og Sigurður Ágústsson.
Birta og Sigurður eru í sambúð, en þau lærðu fræðin sín á veitingastaðnum Satt og útskrifuðust bæði 19. des. s.l. Sigurður útskrifaðist sem matreiðslumaður og Birta sem framreiðslumaður

Síðastliðin föstudag 19. desember útskrifuðust stútentar og iðnsveinar frá Menntaskólanum í Kópavogi. Frá Hótel- og Matvælaskólanum útskrifuðust sextán matreiðslumenn, tólf framreiðslumenn og tveir kjötiðnaðarmenn. Að auki útskrifuðust tveir meistarar, og einn nemandi frá César Ritz.

Mér finnst ástæða til að geta þess að Sigurður Ágústsson sem útskrifaðist sem matreiðslumaður frá Natura- Icelandair Hótel var með hæstu einkunn yfir skólann. Sigurður var verðlaunaður með bókum og peningaverðlaunum frá Rotayklúbb Kópavogs og Bæjarstjórn Kópavogs.

Einn útskriftarnemi í framreiðslu Elísa Jóhannsdóttir á Hótel Sögu og María Rún sem lauk framreiðslunámi síðasta vor frá Hilton útskrifuðust einnig sem stútentar.
Við útskriftina er vani að nemendur haldi ræðu, fulltrúi stútenta og fulltrúi iðnnema. Heiða Björg Guðjónsdóttir framreiðslumaður frá La Vita Bella á Akureyri talaði fyrir iðnema og var ræða hennar frábær.

Það er bjart framundan og skólinn fullbókaður í matreiðslu og mikil aukning í framreiðslunni. Það er alltaf gaman þegar vel gengur og nemendur taka nám sitt alvarlega. Vonandi leggja nemendur sig fram á komandi árum bæði í bóklegu og verklegu, þá verðum við betur í stakk búin til þess að taka á móti gestum okkar í framtíðinni.

 

Mynd: aðsend

/Guðmundur Guðmundsson

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið