Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Úrslit úr Toddý keppninni

Birting:

þann

Toddý keppni - 25. nóvember 2014

Sigurvegarar
F.v. Maxine Hagan (3. Sæti), Alexandre Julien Lambert (2. Sæti) og Vilhjálmur Vilhjálmsson (1. Sæti)

Þann 25. nóvember síðastliðinn fór fram Jim Beam Toddýkeppni sem Barþjónaklúbbur Íslands skipulagði ásamt Haugen Gruppen. Keppnin fór fram á Kolabrautinni í Hörpu. Drykkurinn þurfti að innihalda vörur úr Jim Beam fjölskyldunni og/eða Maker‘s Mark.

Góð mæting var á keppnina og voru 19 keppendur skráðir til leiks. Drykkirnir voru ótrúlega fjölbreyttir og fagmannlega unnir og ljóst að við eigum nóg af færum barþjónum á Íslandi.

Toddý keppni - 25. nóvember 2014

Villi Vill fagnar úrslitunum

Toddý keppni - 25. nóvember 2014

Sigurdrykkurinn – Faldafeykir frá Villa Vill

Hver keppandi blandaði fimm drykki og fóru fjórir þeirra til dómara en þeim síðasta skipt upp í smakkglös fyrir gesti. Samhliða keppninni fór fram kynning á vörum Jim Beam og Maker‘s Mark.

Barþjónaklúbbur Íslands og Haugen Gruppen vilja koma áleiðis þökkum til þeirra sem lögðu leið sína á keppnina og sérstaklega til keppenda sem stóðu sig vonum framar.

1. sæti: Vilhjálmur Vilhjálmsson – Hverfisgata 12

Faldafeykir
40 ml Maker‘s Mark Bourbon Whisky
10 ml Cointreau
20 ml Mandarínusafi
20 ml H12 Brandy kirsuberjalögur
20 ml H12 Glögg síróp
ca. 15 cl Heitt vatn
1 Skvetta Aromatic Bitter

2. sæti: Alexandre Julien Lambert

Winter Blazer
45 ml Jim Beam Devil‘s Cut
25 ml Jim Beam Red Stag
25 ml Homemade pear and thyme syrup
3 Drops Bitter End Moroccan
45 ml Icelandic tea
Serve in tea cup with fresh thyme and lemon

3. sæti: Maxine Hagan

Aurora Icelandic Tea
60 ml Hot spiced black tea
1 msk Sweet Jelly Black (for Icelandic Lava look)
30 ml Jim Beam and Cream
15 ml Jim Beam
15 ml Brennivín
Garnish
1 tsk Sugar Syrup – Green (for Aurora effect)
Sprinkle Kirkiberries
Biscuits on the plate

 

 

Myndir: aðsendar

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið