Smári Valtýr Sæbjörnsson
Úrslit úr Toddý keppninni
Þann 25. nóvember síðastliðinn fór fram Jim Beam Toddýkeppni sem Barþjónaklúbbur Íslands skipulagði ásamt Haugen Gruppen. Keppnin fór fram á Kolabrautinni í Hörpu. Drykkurinn þurfti að innihalda vörur úr Jim Beam fjölskyldunni og/eða Maker‘s Mark.
Góð mæting var á keppnina og voru 19 keppendur skráðir til leiks. Drykkirnir voru ótrúlega fjölbreyttir og fagmannlega unnir og ljóst að við eigum nóg af færum barþjónum á Íslandi.
Hver keppandi blandaði fimm drykki og fóru fjórir þeirra til dómara en þeim síðasta skipt upp í smakkglös fyrir gesti. Samhliða keppninni fór fram kynning á vörum Jim Beam og Maker‘s Mark.
Barþjónaklúbbur Íslands og Haugen Gruppen vilja koma áleiðis þökkum til þeirra sem lögðu leið sína á keppnina og sérstaklega til keppenda sem stóðu sig vonum framar.
1. sæti: Vilhjálmur Vilhjálmsson – Hverfisgata 12
Faldafeykir
40 ml Maker‘s Mark Bourbon Whisky
10 ml Cointreau
20 ml Mandarínusafi
20 ml H12 Brandy kirsuberjalögur
20 ml H12 Glögg síróp
ca. 15 cl Heitt vatn
1 Skvetta Aromatic Bitter
2. sæti: Alexandre Julien Lambert
Winter Blazer
45 ml Jim Beam Devil‘s Cut
25 ml Jim Beam Red Stag
25 ml Homemade pear and thyme syrup
3 Drops Bitter End Moroccan
45 ml Icelandic tea
Serve in tea cup with fresh thyme and lemon
3. sæti: Maxine Hagan
Aurora Icelandic Tea
60 ml Hot spiced black tea
1 msk Sweet Jelly Black (for Icelandic Lava look)
30 ml Jim Beam and Cream
15 ml Jim Beam
15 ml Brennivín
Garnish
1 tsk Sugar Syrup – Green (for Aurora effect)
Sprinkle Kirkiberries
Biscuits on the plate
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni5 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux