Vertu memm

Markaðurinn

Uppskrift: Klúbbsamloka sem hittir í mark

Birting:

þann

Uppskrift: Klúbbsamloka sem hittir í mark

2 samlokur:

Innihald: 

4 sneiðar af fínu samlokubrauði

8 sneiðar Norðan heiða samlokuostur frá MS

8 beikonsneiðar

4 stórir sveppir

4 tsk. Íslenskt smjör

2 vel þroskaðir tómatar

Lambhagasalat

Reykt silkiskorin kjúklingaskinka

Majónes

Dijon sinnep

½ tsk. hvítlauksduft

Salt, pipar

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofninn í 190°C blástur. Setjið bökunarpappír á ofnplötu og raðið beikoninu á pappírinn. Steikið beikonið þar til það er orðið eins og þið viljið hafa það, mér finnst best að hafa það vel stökkt.
  2. Skerið sveppina í sneiðar og hitið 2 tsk. af smjörinu á pönnu. Þegar smjörið er bráðið og pannan orðin heit þá setjið þið sveppina út á og kryddið með hvítlauksdufti og salti og pipar eftir smekk. Steikið þar til þeir eru orðnir vel brúnaðir, takið þá pönnuna af hellunni og geymið til hliðar.
  3. Smyrjið brauðsneiðarnar öðru megin með þunnu lagi af restinni af smjörinu. Steikið sneiðarnar með smjörhliðina niður á pönnu eða grillpönnu þar til brauðið er orðin vel gyllt.
  4. Skerið tómata í sneiðar.
  5. Samsetning:
    • Smyrjið tvær af brauðsneiðunum með dijon sinnepi á óristuðu hliðinni. Ég sprautaði svo majónesi yfir dijon sinnepið og aðeins á hinar brauðsneiðarnar líka.
    • Setjið ostsneiðar á hverja sneið svo það verða 2 sneiðar í hvorri samlokunni.
    • Raðið því næst salatinu, skinkunni, beikoninu, tómötunum og sveppunum á og lokið samlokunni. Mér finnst gott að setja tannstöngla í samlokurnar áður en ég sker þær í tvennt eða fernt.
    • Það er ljómandi gott að bera þær fram eins og þær eru eða jafnvel með frönskum eða kartöfluflögum.

Nánar á www.gottimatinn.is

Uppskrift: Klúbbsamloka sem hittir í mark

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið