Frétt
Upplifðu Ísland – Ferðumst innanlands
„Þú veist það eru viðsjárverðir tímar
með landamæri lokuð víðast hvar
en sútum ekki örlög, heldur húkkum okkur far
í ferðalag og freistum gæfunnar“
Þennan lagatexta ættu margir að kannast við, en hann er úr laginu „Ferðumst innanhúss„. Lagið var gefið út fyrir páska í baráttunni gegn COVID-19 til þess að hvetja Íslendinga til að ferðast innanhúss um páskanna.
Ferðumst innanlands í sumar
Fjórði maí nálgast óðfluga og fjöldatakmörkun rýmkar úr 20 í 50 manns og veitingahús og hótel opna á ný.
Sjá einnig:
Veitingastaðir opna á ný – Matarvagnar blómstra í Covid-19 ástandinu
Víðsvegar á veraldarvefnum má sjá veitingahús og hótel bjóða upp á áhugaverð tilboð fyrir Íslendinga með slagorðinu „Ferðumst innanlands“.
Nú er tækifæri til þess að gerast ferðalangar í eigin landi og upplifa hið stórbrotna landslag sem landið hefur uppá að bjóða.
Það vakti atygli veitingageirans tilboðin sem Íslandshótelin bjóða upp á, en það eru rafræn gjafabréf sem gilda sem gisting í 5, 7 og 10 nætur sem er tilvalið að nýta samhliða annarri gistingu á ferð þinni um landið á kostakjörum.
Allar upplýsingar um gjafabréfin hér.
Finndu þinn áfangastað og upplifðu ævintýri á Íslandi
Við hvetjum Íslendinga til að ferðast innanlands og bendum á heimasíðuna ferdalag.is, en þar er hægt að finna ævintýri og þjónustu um allt land. Yfir 3.500 ferðaþjónustuaðilar og 700 áhugaverðir staðir, þannig að möguleikarnir eru allt að því endalausir.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Frétt5 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir






