Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Þessir kokkar elduðu á Kótilettukvöldi Samhjálpar

Birting:

þann

Þessir kokkar elduðu á Kótilettukvöldi Samhjálpar

F.v. Jóhann Sveinsson, Kristján Magnússon, Valur Bergmundsson, Lárus Loftsson og Arnar Darri Bjarnason

Í gær fór fram hið árlega Kótilettukvöld Samhjálpar og að þessu sinni á Hilton Reykjavík Nordica þar sem matreiðslumeistarar KM elduðu dásamlegar kótilettur. Kvöldið var stútfullt af skemmtilegri tónlist, happdrætti og öðrum óvæntum uppákomum. Húsið opnaði klukkan 18:30 og dagskráin hófst klukkan 19;00 og stóð til 22:00.

Þessir kokkar elduðu á Kótilettukvöldi Samhjálpar

Þessir kokkar elduðu á Kótilettukvöldi Samhjálpar

Í rúma hálfa öld hefur Samhjálp staðið vörð um jaðarsetta hópa sem lifa við fátækt og félagslega einangrun, sem oft er afleiðing af langvarandi glímu við fíkn.

Samhjálp rekur meðferðarheimilið Hlaðgerðarkot þar sem pláss er fyrir 30 einstaklinga í meðferð við fíknisjúkdómum, kaffistofu Samhjálpar sem gefur um 100 þúsund máltíðir á ári, ásamt áfanga- og stuðningsheimilum í Reykjavík og Kópavogi.

Miðaverð á kótilettukvöldið var frá 9.900 krónur og allur ágóði rann til starfsemi Samhjálpar.

Myndir: aðsendar / Andreas Jacobsen

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið