Keppni
Styrktarkvöldverður Kokkalandsliðsins verður 18. október 2013
Styrktarkvöldverður Kokkalandsliðsins verður í Bláa lóninu 18. október kl. 19.00. Með því að mæta á kvöldverðinn er verið að styðja við bakið á Kokkalandsliðinu sem er þegar byrjað að æfa fyrir Heimsmeistaramótið sem fram fer á næsta ári.
Boðið verður upp á keppnismatseðil þar sem einstakt íslenskt hráefni er í öndvegi. Verð 20.000 kr. Innifalið er fordrykkur og 5 rétta matseðill ásamt borðvínum og skemmtiatriðum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá KM.
Tengiliður vegna borðasölu er fyrirliði Kokkalandsliðsins Þráinn Freyr Vigfússon, sími: 6952999 og netfang: [email protected].
Matseðill
Steinbítskinnar hægeldaðar í kryddjurtaolíu með jarðskokkum, stökku brauði og fáfnisgrasi.
Grafinn lax og íslensk hörpuskel með freyðandi skelfisksósu, spergilkáli, byggi, dilli og hrognum.
Epla- og seljurótarseyði borið fram með vatnakarsa og heslihnetum.
Lambahryggsvöðvi og -tunga með lambasoðsgljáa ásamt kartöflusmælki, villtum sveppum, sýrðum laukum, bakaðri gulrót og sítrónublóðbergi.
Skyr frá Erpsstöðum og birki-brioche með hvítsúkkulaði, rabarbara og hnetusmjöri.
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta6 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Frétt2 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?