Vertu memm

Keppni

Styrktarkvöldverður Kokkalandsliðsins verður 18. október 2013

Birting:

þann

Styrktarkvöldverður Kokkalandsliðsins verður 18. október 2013

Styrktarkvöldverður Kokkalandsliðsins verður í Bláa lóninu 18. október kl. 19.00.  Með því að mæta á kvöldverðinn er verið að styðja við bakið á Kokkalandsliðinu sem er þegar byrjað að æfa fyrir Heimsmeistaramótið sem fram fer á næsta ári.

Boðið verður upp á keppnismatseðil þar sem einstakt íslenskt hráefni er í öndvegi. Verð 20.000 kr. Innifalið er fordrykkur og 5 rétta matseðill ásamt borðvínum og skemmtiatriðum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá KM.

Tengiliður vegna borðasölu er fyrirliði Kokkalandsliðsins Þráinn Freyr Vigfússon, sími: 6952999 og netfang: [email protected].

Matseðill

Steinbítskinnar hægeldaðar í kryddjurtaolíu með jarðskokkum, stökku brauði og fáfnisgrasi.

Grafinn lax og íslensk hörpuskel með freyðandi skelfisksósu, spergilkáli, byggi, dilli og hrognum.

Auglýsingapláss

Epla- og seljurótarseyði borið fram með vatnakarsa og heslihnetum.

Lambahryggsvöðvi og -tunga með lambasoðsgljáa ásamt kartöflusmælki, villtum sveppum, sýrðum laukum, bakaðri gulrót og sítrónublóðbergi.

Skyr frá Erpsstöðum og birki-brioche með hvítsúkkulaði, rabarbara og hnetusmjöri.

 

/Smári

Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.

Auglýsingapláss

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið