Bocuse d´Or
Stuðningsmannalið Bocuse d´Or stofnað – Selja landsliðstreyjur og óska eftir trommara og textasmið
Stofnað hefur verið stuðningsmannalið Bocuse d´Or sem mun halda utan um stuðninginn við okkar mann Viktor Örn Andrésson. Bocuse d´Or keppnin fer fram dagana 24. og 25. janúar 2017 samhliða Sirha sýningunni í Lyon í Frakklandi og keppir Viktor miðvikudaginn 25. janúar.
„Við erum búnir að láta gera séstakar Bocuse d´Or-landsliðstreyjur í tilefni af ferðinni okkar út til Lyon. Við munum selja þær á lokaæfingunni hjá Viktori upp í Fastus sem verður föstudaginn 13. janúar næstkomandi“
, sagði Ólafur Helgi Kristjánsson í samtali við veitingageirinn.is.
Ólafur Helgi Kristjánsson og Kári Þorsteinsson verða á staðnum föstudaginn 13. janúar frá klukkan 11:00 til 16:00 að selja treyjurnar og þær kosta einungis 4.000 krónur stykkið. Einnig er hægt að ná í kappana á tölvupóst: [email protected] eða [email protected]
Fyrstir koma fyrstir fá.
Ertu trommari eða textasmiður?
Stuðningsmannasveitin óskar einnig eftir góðum trommara og textasmið sem er að fara til Lyon.
Myndir: aðsendar
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Keppni9 klukkustundir síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni2 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný