Keppni
Strákarnir okkar mættir á Evrópumeistaramótið í kokteilagerð
Ísland á fulltrúa á Evrópumeistaramótinu í kokteilagerð sem fram fer um borð í skemmtiferðaskipinu Costa Favolosa um þessar mundir.
Pétur Hafsteinn Úlfsson Kolka, yfirbarþjónn á OTO, keppir þar fyrir hönd Íslands með kokteilinn sinn Vita Agrodolce. Með honum í för er þjálfarinn Grétar Matt.
Keppt er í flokki Long Drink og taka alls 23 þjóðir þátt í mótinu. Keppnin fer fram á meðan siglt er frá Genóa til Barcelona, þaðan til Marseille og aftur til Genóa.
Pétur er staðráðinn í að láta til sín taka og segist ætla að koma með gullið heim.
Hægt er að fylgjast með ferðalaginu og keppninni á Instagram-reikningi Barþjónaklúbbs Íslands @bartendericeland
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað









