Vertu memm

Markaðurinn

Stóreldhúsasýningin sló í gegn í Höllinni – Myndir

Birting:

þann

Stóreldhúsasýningin sló í gegn í Höllinni

Sýningin STÓRELDHÚSIÐ 2022 var haldin síðastliðinn fimmtudag 10. og föstudag 11. nóvember í Laugardalshöllinni.

Stóreldhúsasýningin sló í gegn í Höllinni

Ólafur M. Jóhannesson ásamt sýningargestum.

Að sögn Ólafs M. Jóhannessonar, sýningarstjóra, heppnaðist sýningin einstaklega vel:

“Það var greinilegt að þörfin fyrir að hitta alla úr bransanum og sjá það nýjasta sem birgjar buðu upp á var orðin mikil. Mikill fjöldi mætti og voru gestir einstaklega jákvæðir og áhugasamir. Mjög gaman að vera þarna á svæðinu og sjá hversu ánægt og þakklátt fólk var fyrir að fá boð á sýninguna en við seljum ekki inn á Stóreldhúsið.“

Sýningin hefur verið haldin síðan 2005 og alltaf verið frítt fyrir starfsólk stóreldhúsa. Almenningur er hins vegar ekki boðinn og eru birgjar afar ánægðir með það. Þá má fullyrða að sjaldan hafi verið eins mikið lagt í bása og voru þeir hvor öðrum glæsilegri.

„Ég var líka sérstaklega ánægður með að sjá hversu margir mættu utan af landi. Greinilegt að hótel- og veitingageirin blómstrar á landsbyggðinni sem aldrei fyrr.

Næsta Stóreldhúsasýning verður eftir tvö ár í Höllinni og við finnum að þrátt fyrir allan þennan fjarfundabúnað og netspjall þá er það í eðli mannsins að vilja hitta mann og annan. Og ekki síður þá skiptir það miklu fyrir starfsfólkið að hitta birgjana augliti til auglitis og skoða það sem þeir hafa fram að færa.”

Sagði Ólafur að lokum.

Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins

Á sýningunni fór fram keppnirnar Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins. Sigurvegari í Eftirréttur ársins 2022 var Ísak Aron Jóhannsson, í öðru sæti var Dagur Hrafn Rúnarsson og í þriðja sæti var Guðgeir Ingi Kanneworff Steindórsson. Sigurvegari í Konfektmola ársins 2022 var Bianca Tiantian Zhang, í öðru sæti var Aðalheiður Reynisdóttir og í þriðja sæti var Filip Jan Jozefik.

Stóreldhúsasýningin sló í gegn í Höllinni

Smellið hér til að skoða fjölmargar myndir frá Jóni Svavarssyni hirðljósmyndara sýningarinnar, þar sem hann fangar vel stemminguna á sýningunni.

Meðfylgjandi myndir eru frá eftirfarandi fyrirtækjum:  Ó.Johnson & Kaaber, Sælkeradreifing, Ísam, BAKO Ísberg, Innnes, Ásbjörn Ólafsson ehf., Fastus, GS Import, Progastro, SalesCloud, Stórkaup, Ekran, Garri heildverslun, RMK Heildverslun

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Könnun

Hver verður Kokkur ársins 2023?

Skoða niðurstöður

Loading ... Loading ...

Merktu okkur: @veitingageirinn

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið