Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Soho café opnar á Ljósanótt
Örn Garðarsson matreiðslumeistari og eigandi veisluþjónustunnar Soho sem staðsett er í Hrannargötu 6 í Reykjanesbæ stefnir nú að opna veitingahús í sama húsnæði á Ljósanótt. Menningar-, og fjölskylduhátíðin Ljósanótt í Reykjanesbæ er haldin árlega fyrstu helgina í september.
Soho Café er nafnið á veitingastaðnum og er hönnunin virkilega vel heppnuð, gróf en um leið hlýleg. Staðurinn tekur um 35 manns í sæti.
Örn kemur til með að bjóða upp á tvo rétti dagsins í hádeginu sem verða auglýstir sérstaklega á facebook síðu staðarins og að auki verða allskyns litlir réttir í boði, t.a.m. samlokur, bakkelsi, tertur ofl. Opnunartími er enn í skoðun, en til að byrja með þá verður opið frá hádeginu og fram eftir degi og lokað á kvöldin. Örn horfir einnig á að bjóða upp á morgunmat og að sjálfsögðu að hafa líka opið á kvöldin, en þetta á allt eftir að fínpússast sagði Örn í samtali við veitingageirinn.is.
Eftirfarandi myndir tók Örn Garðarsson en hann bauð nokkrum í prufukvöldverð nú á dögunum:
Til gamans má geta að heimasíða Soho hefur fengið nýtt útlit og er hin glæsilegasta, en hægt er að skoða heimasíðuna á vefslóðinni www.soho.is.
Mynd: Smári
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast