Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Snapchat vinir veitingageirans á Sumac Pop Up

Jón Bjarni Óskarsson framreiðslumaður sýnir snapchat vinum veitingageirans frá Pop Up kvöldinu á Sumac
Veitingastaðurinn Sumac verður með Pop Up í kvöld föstudaginn 7. júlí og á morgun laugardaginn 8. júlí, en staðurinn er staðsettur við Laugaveg 28. Snapchat veitingageirans verður á Pop Up kvöldinu sem er haldið í þriðja sinn en þar munu starfsmenn Sumac sýna á bak við tjöldin og Snapchat vinir veitingageirans fá að upplifa hvernig keyrsla fer fram á nýjum veitingastað.
Sumac tekur um 80 manns í sæti auk þess er fallegur bakgarður hússins sem verður notaður í ýmsa viðburði. Staðurinn sem er undir áhrifum frá Líbanon, Marokkó og Miðausturlöndunum í mat og drykk hefur að undanförnu verið með Pop up viðburði þar sem boðsgestir geta pantað sér af matseðli og smakkað á girnilegum réttum og drykkjum.
Formleg opnun Sumac verður í næstu viku.
Fylgist vel með á Snapchat: veitingageirinn
Myndir: skjáskot úr snapchat-i veitingageirans.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn4 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Frétt4 dagar síðanÓeðlileg lykt og bragð í rúsínum leiðir til innköllunar





