Keppni
Silli kokkur hreppti titilinn Besti Götubitinn fjórða árið í röð – Róbert Aron: „Þátttaka og mæting á svæðið fór fram úr okkar björtustu vonum…“
Götubitahátíðin fór fram nú um helgina 22. – 23. júlí í Hljómskálagarðinum en áætlað er að rúmlega 60 þúsund manns hafi mætt á hátíðina. Í boði voru ýmis leiktæki og hoppukastalar, tugi matarbíla, plötusnúðar og svo keppnin um „Besti Götubiti Íslands 2023“.
Sjá einnig: Götubitahátíðin haldin 22. – 23. júlí
Sigurvegarar Götubitahátíðarinnar eru eftirfarandi:
Besti Götubitinn 2023
1. Silli Kokkur
2. La Cucina
3. Pop Up Pizza
Besti Smábitinn 2023
1. Komo
2. Mijita
3. La Barceloneta
Besti grænmetisrétturinn 2023
1. Mijita
2. Indian Food Box
3. The Food Truck
Silli kokkur sigraði og það í fjórða sinn og tryggði sér þátttökurétt á keppnina European Street Food Awards 2023 sem haldin verður í Þýskalandi í haust. Það var gæsaborgarinn sem tryggði Silla 1. sætið, en með hamborgaranum er ruccola, sultaður rauðlaukur, trönuberjasulta og gráðostasósa.
Sjá einnig: Silli kokkur – Ekki fyrir viðkvæma – Veitingarýni
Dómnefnd í keppninni um besta götubitan á Íslandi var ekki að verri endanum en hana skipaði reyndustu veitingamenn landsins: Hrefna Sætran frá Grillmarkaðnum, Eyþór Mar frá Public House, Jakob frá Jómfrúnni og Davíð Örn frá Skreið.
Þátttakendur í Götubitanum voru:
2Guys
Arcitc Pies
Bjór og Bubblur
Bumbuborgarar
Churros
Dons Donuts
Fish And Chips Vagninn
Gastro Truck
Götubitahátíð – Overview
Indian Food Box
Jufa
Kastalar.is
Kebabco
Komo
La Barceloneta
La Buena Vida
La Cucina
Makake
Mijita
Pop Up Pizza
Siggi Chef
Silli Kokkur
Skúbb
Tasty
The Food Truck
Víkinga pylsur
Vöffluvagninn
„Þátttaka og mæting á svæðið fór fram úr okkar björtustu vonum en við teljum að yfir 60.000 manns hafi mætt um helgina,“
segir Róbert Aron Magnússon, framkvæmdastjóri Götubitahátíðarinnar í samtali við European Street Food Awards.
„Annað sem vakti athygli okkar er metnaðurinn og gæðin sem allir eru að setja í hráefnið, sem og fjölbreytileikinn í matarflórunni. Gæðin og fjölbreytnin hafa vaxið frá ári til árs og frábært að sjá og upplifa hvað matarflóran í götumat hefur náð langt hér á Íslandi“
Myndir: facebook / European Street Food Awards
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt1 dagur síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði