Frétt
Sala lambakjöts úr heimaslátruðu fé á samfélagsmiðli vísað til lögreglu
Matvælastofnun hefur óskað eftir rannsókn lögreglu á meintri ólögmætri dreifingu afurða af heimaslátruðu sauðfé á Norðurlandi síðastliðinn vetur.
Tveir einstaklingar búsettir þar buðu lambakjöt til sölu á samfélagsmiðli. Grunur leikur á að kjötið komi úr heimaslátruðu sauðfé.
Samkvæmt lögum um slátrun og sláturafurðir má einungis dreifa og selja kjöt sem hefur verið slátrað í löggiltu sláturhúsi og heilbrigðisskoðað af dýralækni á vegum Matvælastofnunar. Meint brot felst í því að taka til slátrunar sauðfé utan sláturhúss og setja á markað afurðirnar af því fé án þess að það hafi verið heilbrigðisskoðað í samræmi við gildandi löggjöf.
Einungis má nýta afurðir af heimaslátruðu fé til einkaneyslu.
Samsett mynd úr safni

-
Markaðurinn2 klukkustundir síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn5 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kokkafatnaður fyrir lítil og stór eldhús – sjáðu úrvalið á netinu eða í verslun
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Zendaya hjálpar Tom Holland að skapa nýjan bjór án áfengis – Tom Holland: „Ég vil hjálpa öðrum“
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu