Markaðurinn
Rekstrarstjóri/ Yfirmatreiðslumaður
Við leitum að öflugum einstaklingi með menntun á sviði matreiðslu og haldbæra reynslu sem yfirmatreiðslumaður í starf rekstrarstjóra fyrir fyrirtæki sem sérhæfir sig í tilbúnum réttum .
Viðkomandi þarf að búa yfir stjórnunarreynslu, hafa góða þekkingu á HASSP ásamt því að vera úrræðagóður og framúrskarandi leiðtogi.
Rekstrarstjóri hefur yfirumsjón með framleiðslu, þar á meðal móttöku, geymslu og vinnslu á hráefnum. Einnig innifelur starfið ábyrgð á mannauðsmálum einingarinnar þ.m.t. starfsmannastjórnun kokka, eldhússtarfsmanna, lagerstarfsmanna og bílstjóra.
Starfs- og ábyrgðarsvið
- Almenn starfsmannastjórnun , vaktaplön og útdeiling verkefna
- Skipulagning og gæðastjórnun á framleiðslu í eldhúsi
- Innkaup á hráefni fyrir framleiðslu
- Framleiðsla á tilbúnum réttum samkvæmt uppskriftum
- Vöruþróun á nýjum réttum
- Viðhalda og framfylgja hreinlætisstöðlum í samræmi við reglur og samskipti við viðeigandi stofnanir (Vinnueftirlit, Heilbrigðiseftirlit, Slökkvilið)
- Stýring vörudreifingu
- Önnur tengd verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á sviði matreiðslu ásamt reynslu af störfum sem yfirmatreiðslumaður
- Stjórnunarreynsla og leiðtogahæfileikar
- Mikil og djúp þekking á matreiðslu
- Mjög góð þekking á HASSP reglum
- Rík hæfni í mannlegum samskiptum
- Skipulagshæfileikar og metnaður í starfi
- Frumkvæði og öguð vinnubrögð
Hulda Helgadóttir ráðgjafi hjá HH Ráðgjöf Ráðningarþjónustu hefur umsjón með ráðningu í starfið og veitir frekari upplýsingar í síma 561 5900 eða í tölvupósti [email protected]
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt12 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé