Frétt
Raymond Blanc ánægður með heimsókn sína til Íslands
Íslandsvinurinn og stjörnukokkurinn Raymond Blanc var staddur á Íslandi nú á dögunum ásamt eiginkonu sinni Natalíu Traxel.
„Natalíu og mér var boðið af góða vini mínum Agga hjá Texture í London, en hann er fyrrum aðstoðaryfirkokkur Belmond Le Manoir.“
Skrifar Raymond á twitter, en eins og kunnugt er þá er Raymond eigandi Michelin veitingastaðarins Belmond Le Manoir. Agnar Sverrisson matreiðslumaður og eigandi Michelin veitingastaðarins Texture í London sem í daglegu tali er nefndur Aggi Texture, fór með Raymond og Natalíu á ferðalag um landið okkar fagra. Raymond og Natalía gistu á nýju hóteli Bláa Lónsins, The Retreat.
Raymond Blanc lýsir á twitter síðu sinni landslaginu í kringum hótelið:
„Landslagið er sannarlega súrrealískt, heitt mjólkurblátt vatn sem umkringt er svörtu hrauni“
A landscape from @thisisiceland and sunrise by the @BlueLagoonIS . -Happy mother s ????? pic.twitter.com/pIIj8vk60i
— Raymond Blanc (@raymond_blanc) March 11, 2018
Samkvæmt twitter síðu Raymond, þá er hann kominn til London að fagna Good France hátíðinni sem einnig er haldin hér á Íslandi. Myndir: Twitter / Raymond Blanc
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni1 dagur síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana