Frétt
Raymond Blanc ánægður með heimsókn sína til Íslands
Íslandsvinurinn og stjörnukokkurinn Raymond Blanc var staddur á Íslandi nú á dögunum ásamt eiginkonu sinni Natalíu Traxel.
„Natalíu og mér var boðið af góða vini mínum Agga hjá Texture í London, en hann er fyrrum aðstoðaryfirkokkur Belmond Le Manoir.“
Skrifar Raymond á twitter, en eins og kunnugt er þá er Raymond eigandi Michelin veitingastaðarins Belmond Le Manoir. Agnar Sverrisson matreiðslumaður og eigandi Michelin veitingastaðarins Texture í London sem í daglegu tali er nefndur Aggi Texture, fór með Raymond og Natalíu á ferðalag um landið okkar fagra. Raymond og Natalía gistu á nýju hóteli Bláa Lónsins, The Retreat.
Raymond Blanc lýsir á twitter síðu sinni landslaginu í kringum hótelið:
„Landslagið er sannarlega súrrealískt, heitt mjólkurblátt vatn sem umkringt er svörtu hrauni“
A landscape from @thisisiceland and sunrise by the @BlueLagoonIS . -Happy mother s ????? pic.twitter.com/pIIj8vk60i
— Raymond Blanc (@raymond_blanc) March 11, 2018
Samkvæmt twitter síðu Raymond, þá er hann kominn til London að fagna Good France hátíðinni sem einnig er haldin hér á Íslandi. Myndir: Twitter / Raymond Blanc

-
Frétt4 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni1 dagur síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 klukkustundir síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Markaðurinn2 dagar síðan
90 cm gaseldavél til sölu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lykill að starfsánægju: Hvernig forðumst við kulnun og eflum lífskraftinn?
-
Frétt2 dagar síðan
Matvælastofnun varar við E. coli í innfluttum frönskum osti