Frétt
Raymond Blanc ánægður með heimsókn sína til Íslands
Íslandsvinurinn og stjörnukokkurinn Raymond Blanc var staddur á Íslandi nú á dögunum ásamt eiginkonu sinni Natalíu Traxel.
„Natalíu og mér var boðið af góða vini mínum Agga hjá Texture í London, en hann er fyrrum aðstoðaryfirkokkur Belmond Le Manoir.“
Skrifar Raymond á twitter, en eins og kunnugt er þá er Raymond eigandi Michelin veitingastaðarins Belmond Le Manoir. Agnar Sverrisson matreiðslumaður og eigandi Michelin veitingastaðarins Texture í London sem í daglegu tali er nefndur Aggi Texture, fór með Raymond og Natalíu á ferðalag um landið okkar fagra. Raymond og Natalía gistu á nýju hóteli Bláa Lónsins, The Retreat.
Raymond Blanc lýsir á twitter síðu sinni landslaginu í kringum hótelið:
„Landslagið er sannarlega súrrealískt, heitt mjólkurblátt vatn sem umkringt er svörtu hrauni“
A landscape from @thisisiceland and sunrise by the @BlueLagoonIS . -Happy mother s ????? pic.twitter.com/pIIj8vk60i
— Raymond Blanc (@raymond_blanc) March 11, 2018
Samkvæmt twitter síðu Raymond, þá er hann kominn til London að fagna Good France hátíðinni sem einnig er haldin hér á Íslandi. Myndir: Twitter / Raymond Blanc
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini







